Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 31

Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 31
D V 0 L 25 þjófur, og laut svo aftur niður að telpunni. „En hvað þú hefir fengið fall- ega brúðu, elskan litla.“ „Já, herra minn, svaraði barn- ið hálf-ólundarlega og hnyklaði brúnirnar. „Og veiztu, elskan mín, úr hverju brúður eru búnar til?“ „Nei, herra minn“, svaraði hún lágt og draup höfði. „Þær eru búnar til úr tuskum. Þú, drengur! Nú ferðu inrf í setu- stofuna til hinna barnanna“, sagði Julian Mastakovich og leit hvasst á drenginn. Börnin litu bæði reiðilega á hann. Þau tóku dauðahaldi hvort í annað og vildu ekki skilja. „En veiztu, hversvegna þú fékkst brúðuna?“ sagði Júlian Mastakovich og lækkaði enn röddina. „Nei!“ „Af því að þú hafðir verið góð, afskaplega góð stúlka í heila viku“. Um leið og hann sagði þetta, varð hann órólegur á ný og skimaði um allt. Svo hélt hann áfram í svo lágum hljóðum, að ég heyrði naumast, hvað hann sagði: „Heyrðu, elskan mín!“ Ætlarðu að láta þér þykja vænt um mig, ef ég kem einhverntíma að heim- sækja foreldra þína?“ Hann reyndi að kyssa litla, saklausa barnið, um leið og hann sagði þetta. Litli drengurinn rauðhærði, sem sá, að hún var að berjast við grátinn, greip hönd hennar með- aumkunarfullur og snökti líka í lágUjm hljóðum. En við það varð maðurinn al- veg hamslaus. „Farðu burtu! Hypjaðu þig héðan burt, inn til hinna barn- anna!“ „Ég vil ekki, að hann fari! Ég vil það ekki! Far þú! Far þú! Láttu hann vera! Láttu hann vera!“ Nú var hún farin að gráta. I þessu heyrðist fótatak1 í næstu stofu. Júlian Mastakovich flýtti sér að rétta úr sínum virðulega líkama, hálf-smeykur, en rauð- hærði drengurinn varð þó enn skelkaðri. . . . Hann sleppti hendi litlu stúlkunnar, skauzt fram með veggnum, þaut gegnum setustof- una og inn í borðstofuna. Til þess að vekja ekki eftirtekt, fór Julian Mastakovich einnig fram í borð- stofuna. Hann var rauðu'r í fram- an eins og krabbi. Og þegar hann sá sjálfan sig í speglinum, varð hann dálítið vandræðalegur. Lík- lega hefir hann skammazt sín fyr- ir ákafann og æsinguna. Ég las það út úr honum, að hann langaði til þess að ná sér niðri á rauðhærða drengnum, sem ekki hafði sýnt hans þýðingarmiklu og virðulegu persónu tilhlýðilega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.