Dvöl - 01.01.1938, Page 32

Dvöl - 01.01.1938, Page 32
26 D V ö L lotningu, og var keppinautur hans, eða gat að minnsta kosti orðið það með tímanum — eftir svo sem fimm ár. Ég fór á eftir þessum mikla manni inn; í borðstofuna, þar sem ég varð vitni að merkilegum at- burði. Julian Mastakovich, sem var nú orðinn sótrauður af gremju og vonzku, var farinn að eltast við rauðhærða drenginn, sem skauzt til og frá, þangað til að ofsókn- armanninum tókst að afkróa hann. „Farðu héðan út! Hvað ertu að gera hér? Farðu út héðan, ræfillinn þinn! Ertu að stela á- vöxtum? Hypjaðu þinn freknótta flónshaus héðan burt!“ Drengurinn var orðinn dauð- skelkaður og skreið í örvæntingu undir borðið. Ofsóknarmaðurinn, sem alveg var nú orðinn hamslaus, þreif stóran vasaklút og reyndi að reka drenginn úr hæli sínu með hon- um. Til skýringar verð ég að geta þess hér, að Julian Mastakovich var gildur maður og þungur, spikfeitur, búlduleitur og með stóreflis ístru. Hann hamaðist þarna másandi og blásandi af gremju (eða afbrýðissemi?) og barði til drengsins með vasaklútn- um, eins og um lífið væri að tefla. £g skellihló. Julian Mastakovich sneri sér við, alveg steinhissa, og yar auðsjáanlega búinn að gleyma með öllu sínum frábæra virðu- leik. Rétt í þessu kom húsbóndinn inn um dyrnar andspænis okkur. Pá slcreið drengurinn undan borðinu og dustaði af hnjám sínum og olnbogum. Júlian Mastakovich flýtti sér að bera vasaklútinn, sem hann hafði notað fyrir barefli, upp að nefinu, eins og til þess að snýta sér. Hús- bóndinn leit á okkur heldur tor- tryggilega. En af því að hann var maður heimsvanur og kunni að stjórna sér, greip hann það ráð, að lát- ast hafa verið að leita að hinum háæruverðuga gesti sínum. „Petta er drengurinn, sem ég var að tala um við yður“, sagði hann, og benti á rauðhærða drenginn. „Ég leyfi mér að vonast eftir því, að þér sýnið honum góðvild yðar.“ „Einmitt það“, umlaði Julian Mastakovich, sem enn var ekki fullkomlega búinn að ná valdi yf- ir sér. „Hann er sonur kennslukonunn- ar minnar“, bætti húsbóndinn við auðmjúklega. „Hún er fátækur vesalingur, ekkja eftir heiðarlegan embættismann. Pað er þess vegna, ef það er mögulegt fyrir yður að — — „ómögulegt! ómögulegt!“ hreytti Julian Mastakovich út úr sér. „Pér verðið að afsaka það, Philip Alexeijpvich, ég get það alls ekki. Pað eru margar orsakip

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.