Dvöl - 01.01.1938, Side 35

Dvöl - 01.01.1938, Side 35
D V Ö t 29 Að svara bréfum Sveinn Björnsson, sendiherra Eitt af því, sem nútímamaður- inn skoðar sem sjálfsagðan hlut í daglegu lífi, er það að geta sent bréf langar vegaleiðir, jafnvelfrá öðrum enda hnattarins á hijnn, með því að kaupa fyrir nokkra aura smá-frímerki, líma það á bréfið og stinga bréfinuj í 'póstkassa á næstu grösum. Fyrir aurana, sem frí- merkið kostar, fær t. d. maður austur í Skaftafellssýslu þennan flutning á bréfinu: Til Reykjavík- ur, frá Reykjavík með skipi til Bretlands, um Bretland,þaðan með skipi yfir Atlandshaf, frá höfn á austurströnd Ameríku, um þvera álfuna vestur í Klettafjöll, á póst- stöð þar og þaðan borið heim á heimili þess, sem bréfið er stílað til, máske í afskekktu koti langt upp í sveit. Þetta kostar allt 35 aura. Á sama hátt getur maðurinn vestur í Klettafjöllum fengið flutt bréf til kunningja síns austur í Skaftafellssýslu. Ef bréfritarinn þyrfti að sjá um allan þennan flutning sjálfur,myndf það kosta of fjár, svo mikið, að hann myndi aldrei láta sér detta í hug að skrifa bréfið. Póststjórn- irnar, ásamt stofnun, sem heitir alþjóðapóstsambandið, sja um þetta allt. Og þetta kostar sömu 35 aurana, eða þar um bil, hvert á land sem menn vilja senda bréf, nema þar sem samningar eru milli landa um lægra gjald. T. d. kost- ar> þetta aðeins 10 aura innan brezka heimsveldisins, sem nær um allan heim. Og þessi bréfa- burður er bæði fljótur og afar- áreiðanlegur. Ein af grundvallarstoðunum, sem renna undir þetta dásamlega bréfaflutningskerfi, er óbrotin hugmynd: Venjan er, að sá, sem fær bréf, svarar því. íslenzka póststjórnin fær peningana fyrir frímerkið, sem maðurinn keypti austur í Skaftafellssýslu, en can- adiska póststjórnin fær peningana fyrir svarbréfið frá manninum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.