Dvöl - 01.01.1938, Page 39

Dvöl - 01.01.1938, Page 39
D V 0 L 33 hefir sjálfsagt dottið það í hug. — Ikey var bálskotinn í Rosy. Hún setti blæ sinn á allar hugsanir hans. Hún var tákn efnablöndu, sem var ólastanlega saman sett og ekki varð jafnað við neina aðra, jafnvel þótt sú síðarnefnda væri nákvæmlega saman sett eftir dularfyllstu fyrirsögnum lyfja- fræðinnar. En Ikey var feiminn og uppburðarlítill, og ást hans hafði enn ekki brotizt úr viðjum hlédrægni og minnimáttartilfinn- ingar. Bak við búðarborðið var hann fær í flestan sjó. Þar ræddi hann málin í ljósi sinnar sérþekk- ingar, og umsögn hans var greið og gagnorð. En þegar út á göt- una kom, var hann sá nærsýni tnaður, sem fyrir tvílræði sitt og hikandi framkomu tafði umferð- ina og fékk fyrir það margt ó- þægilegt orð í eyra. Auk þess klæddist hann illa sniðnum, blett- óttum fötum, sem lyktuðu af alóe, ammoníaki og öðru slíku góð- gæti. En það var ljón á vegi Ikey’s — Chunk McGowan! Hr. McGowan lagði sig fram um að vinna hylli Rosy. En hann var ekki óframfærinn eins og Ikey, 0g vék ekki úr vegi fyrir smádeilum. Engu að síður var hann kunningi Ikey’s og viðskipta- vinur, og leit oft intt í lyfjabúðina. Venjulegast var það til þess að fá joð í skrámurnar, sem leitt höfðu af skemmtilegu kvöldi á einhverjum gildaskála. Eitt kvöldið kom McGowan inn í lyfjabúðina og tók sér sæti. I fljótu bragði varð ekki annað séð, en að hann væri jafn öruggur og óbugandi og venjulega. „Ikey“, sagði hann, þegar vin- ur hans var setztur andspænis honum með mortélið, „hlustaðu nú á mig. Mig vantar lyf — það er að segja, ef þú hefir það, sem ég þarfnast.“ Ikey virti vandlega fyrir sér ytra útlit hr. McGowan, en fann þar engin af hinum venjulegu ein- kennum, sem smáskærur skildu þar jafnaðarlega eftir. „Farðu úr jakkanum“, skipaði hann. „Mér kemur ekki á óvart, þótt þetta háttalag þitt endaði með því, að þú fengir hníf inn á milli rifjanna. Ég var búinn að spá þér því.“ Hr. McGowan brosti. „Ekki er það rétt hjá þér, en staðarákvörð- un sjúkdómsins er ekki fjarri því rétta — undir jakkanum er það og í grennd við rifin, skilurðu! Ikey — við Rosy ætlum að strjúka í kvöld og láta gefa okkur sam- an í hjór.aband“. Vísifingurinn á Ikey var kreppt- ur yfir brún mortélsins. Hann sló stautnum hastarlega á fingurinn, en veitti því enga eftirtekt. Meðan því fór fram, hafði brosið á and- liti McGowans breytzt í vand- ræðasvip. „Það er að segja“, hélt hann áfram, „ef hún verður sama sinn- is, þegar stundin kemur. í tvær

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.