Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 41
D V 0 L 3$ góður áfram, „að ef ég hefði svona duft til þess að gefa Rosy, þegar við borðum kvöldmatinn í kvöld, þá herði það svo á henni, að henni snúist alls ekki hugur, þegar stundin kemur. Ég býst nú reyndar ekki við, að hún þurfi hvatningar við, en kvenfólkið er nú einu sinni fúsara til ráðagerð- anna en framkvæmdanna. Ef duft- ið hefir skjót áhrif, vil ég gjarna reyna það“. „Hvenær á þessi heimskulegi flótti ykkar að fara fram?“ spurði Ikey. „Klukkan níu“, svaraði McQo- wan. „Kvöldverður er snreddur klukkan sjö. Klukkan átta háttar Rosy, og ber við höfuðverk. Klukkan níu hleypir Parvenzano gamli mér inn í bakgarðinn sinn. Næsta garð á Riddle gamli, og í girðingunni milli þeirra er laus planki, þar fer ég í gegn. Síðan fer ég að glugganum hennar og hjálpa henni niður brunastigann. Við þurfum að framkvæma þetta svona snemma vegna kennimanns- ins, en þetta er dauðans einfalt, ef Rosy ekki hættir við allt saman á síðustu stundu. Geturðu látið niig fá ofurlítið af þessu dufti, Ikey?“ Ikey Schoenstein snýtti sér sein- lega. „Chunk“, sagði hann. „Petta er eitt þeirra lyfja, sem lyfjafræðing- arnir verða að fara með af mikilli gætni. Þú ert sá eini af kunningj- um mínum, sem ég myndi trúa fyrir slíku dufti. En fyrir þig skal ég búa það til, og þú munt skjótt komast að raun um, hver áhrif það hefir“. Ikey fór að lyfjaborðinu. Þar smámuldi hann tvær uppleysan- legar kúlur, sem hvor um sig inni- hcldu ofurlítið af morfíni. Við duftið bætti hann ofurlitlu af mjólkursykri, til þess að rúmtak þess yrði meira. Síðan bjó hann snoturlega um þetta, í hvítum um- búðum. Væri þetta tekið af full- orðnum manni, myndi hann sofa djúpum svefni í nokkrar klukku- stundir, en engan skaða bíða við það að öðru leyti. Þetta afhenti han/i Chunk og ráðlagði honum að láta það í einhvern vökva, ef mögulegt væri, en viðtakandi þakkaði innilega góða úrlausn. En Ikey lét ekki staðar numið við þetta. Hann boðaði hr. Riddle á sinn fund, og skýrði honum frá fyrirætlun McQowan. Hr. Riddle var stæðilegur maður með tígul- steinsrautt andlit og skjótur til athafna. „Mjög þakklátur", sagði hann stuttlega við Ikey. „Þessi lati, írski slæpingi! Herbergið mitt er beint uppi yfir herbergi Rosy. Ég fer þangað strax eftir kvöldverð með hlaðna byssu og bíð. Komi hann inn í bakgarðinn minn, fer hann beina leið í sjúkrahúsið, en ekki í brúðarsængina“. Ikey taldi nú þessum málum vel komið. Rosy hláut að sofa djúp- um svefni í margar klukkustundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.