Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 44
38
D V 0 L
mey sína, Evu, dóttur prófessors
Michael Sars, eina glæsilegustu
söngkonu Noregs á þeirri tíð.
Annars varð hún skammlíf, dó
1907.
Árið 1890 leggur hann fyrir
landfræðifélagið í Osló ráðagerð
um norðurheimskautsleiðangur,
og féllust sérfræðingar á ráða-
gerðir hans. Norska þingið veitti
tvo þriðju kostnaðar til fram-
kvæmda, en Oskar II. Svíkonung-
ur, sem var hinn mesti vinur lista
og vísinda, og aðrir einstaklingar,
lögðu fram það, sem á vantaði.
Skip hans, „Fram“, sem hann lét
smíða til þessarar farar, var alveg
óvenjulegt að allri gerð, óhemju-
sterkt og svo hallfleyttar síðurnar,
að ætlað var að það mundi lyft-
ast, þegar það kæmi í umbrota ís,
í stað þess að merjast milli jak-
anna, eins og orðið höfðu örlög
margra norðurhafsfara. 24. júní
1893 sigldi Fram frá Oslo. Sver-
drup var skipstj., Sigurd Hansen
ungur sjóliðsforingi, átti að annast
stjörnufræði- og veðurfræði-mæl-
ingar. Með var einnig Henrik
Blessing, doktor í jurtafræði, og
Johansen. 22. september fraus
Fram inni á 78. gr. 50 mín. n.
breiddar, og nú byrjaði hið langa
rek með ísnum yfir hina enda-
lausu auðn íshafsins. Nansen sá
brátt, að Fram þoldi þrýsting íss-
ins prýðilega, svo að skipinu var
engin hætta búin, og 14. marz
lagði hann af stað í leiðangur
frá skipinu með Johansen, á 84.
gr. n. breiddar. 8. apríl sneru þeir
aftur á 86. gr. 14 mín. n. br., og
var það lengst norður, ernokkur
maður hafði komizt, og lögðu þá
leið sína til Franz Joseps lands.
Komust þeir nú í matarskort og
hinar mestu hörmungar og urðu
að dveljast á Frederik Jacksons
eyju við Franz Joseps land frá
26. ágúst 1895 til 19. maí 1896.
Lögðu þeir þá af stað þaðan og
ætluðu að ná Spitzbergen, en 17.
júní hittu þeir flokk úr leið-
angri Bretanna Jackson og Ham,-
worth og fóru til Noregs með
skipi þeirra Windward, og komu
til Vardö 13. ágúst. Viku seinna
kom Fram til Noregs heilu og
höldnu.*) Var Nansen nú tekið
eins og þjóðhetju og nafn hans
á hvers manns vörum. Ferðaðist
hann nú víðsvegar um álfuna og
skýrði frá rannsóknum sínum í
vísindafélögum. 1896 er stofnað
handa honum prófessorsembætti
í Osló. Er svo það í skemmstu
máli af Nansen að segja, að á
þessari braut heldur hann áfram,
*) Jón Eyþórsson hefir skrifað ferða-
sögu F. N yfir Ishafið á „Frami“ í 3.
árg. Dvalar. Segir J. E. þarr í upphafi
m. a.: „Ferðasaga Nansens mun vera
til á flestum tungumálum Norðurálfu,
nema íslenzku. Og um allan heim lesa
drengir hana með meiri áhuga en
nokkurt æfintýri og strengja þess heit
að gera eins vel eða betur heldur en
Nansen, pegar. peir séu orðnir stórir".
Ritstj.