Dvöl - 01.01.1938, Page 48

Dvöl - 01.01.1938, Page 48
42 D V ö L Dauði ríkiserfingjans í Frakklandi Eftir Alphonse Daudet Litli ríkiserfinginn í Frakklandi er veikur. Litli ríkiserfinginn liggur fyrir dauðanum...........I öllum kirkjum í kóngsríkinu stendur sakramentið uppi á altari dag og nótt og stór kerti eru lát- in loga fyrir framan dýrlinga- myndirnar, til þess að litla kon- unglega barninu skuli batna. Það er hljótt og ömurlegt á göt- unum í kóngsborginni. Það er hætt að hringja kirkjuklukkunum og vagnarnir aka hægt og hljóð- lega eftir götunum..........Fyrir utan hallarhliðin standa forvitnir leið lyriskur, söngvinn, listamaður í eðli, stórbrotinn, með trú á hið ómögulega. Hann var strang- ur við sjálfan sig, og þó nægju- samur og glaður eins og dreng- ur. Hann átti í sér þá kolhörku viljans, sem ekki kunni að hika, en sem sá mannleg málefni í ó- endanleg|,um víddum, og krafðist að mega plægja eins og stál í gegnum vitleysuna. En samtím- is átti hann í sér dúnmjukan undirtón, sem enginn gat stað- izt, og bláu augun hans gátu orð- ið skær og dulúðug eins og hjá barni, sem ekkert illt veit sér úr neinni átt. borgarar í þyrpingu og horfa gegnum grindurnar á svissnesku verðina í gullskreyttu einkennis- búningunum, sem eru að tala saman fyrir innan, afar spekings- legir á svipinn. Allt í höllinni er gagntekið af óróleika. . . . Kammerherrarnir og hallarráðsmennirnir hlaupa upp og niður marmarastigana......... Svalirnar eru þéttskipaðar silki- klæddum skutulsveinum og hirð- mönnum, sem eru sífellt að ganga milli hópanna og spyrja tíðinda í lágum hljóðum,. . . Á stigapöll- unum standa hirðmeyjarnar þrútnar í framan af gráti og þurrka sér um augun með falleg- um, ísaumuðum vasaklútum, um leið og þær hneigja sig djúpt. f glóaldin-vermihúsunum er samankominn fjöldi af læknum í embættisbúningum. Leir sjást gegnum gluggana hneigja spek- ingslega höfuðin með lokkuðu hár- kollunum, og baða út löngum, svartermuðum handleggjunum ... Siðameistari og reiðkennari litla ríkiserfingjans ganga fram og aft- ur fyrir utan dyrnar, meðan þeir eru að bíða eftir, að læknaráðið gefi upp álit sitt. Aðstoðarsvein- arnir í eldhúsinu ganga fram hjá

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.