Dvöl - 01.01.1938, Side 49

Dvöl - 01.01.1938, Side 49
þeim án þess að heilsa. Reiðkenn- arinn blótar einsogTyrki, ensiða- meistarinn er að fara með kvæði eftir Hóras, . . . . >0r áttinni frá hesthúsinu heyrist langt, ámátlegt hnegg. Rar stendur sótrauði reið- hesturinn ríkiserfingjans hnugginn fyrir framan tóma jötuna sína; hestasveinarnir höfðu gleymt að gefa honum. En konungurinn? Hvar er hans hátign konungurinn?.........Kon- ungurinn hefir lokað sig inni í her- bergi sínu, lengst inni í höllinni. . . . .Með drottninguna er öðru máli að gegna. . . . Hún situr við höfðalagið! í rúmi litla ríkiserfingj- ans og fallegt andlitið er laugað tárum. Hún situr og hágrætur svo að allir sjá, rétt eins og hver önn- ur almúgakona. I kniplingarúminu sínu liggur litli ríkiserfinginn með lokuð aug- un, hvítari í framan en svæflarn- ir, sem hann hvílir á. Allir halda að hann sofi, en litli ríkiserfing- inn er ekki sofandi. .. . Hann snýr sér að móður sinni, ogþegarhann sér að hún grætur, segir hann: ,,Frú drottning, af hverju eruð þér að gráta? Haldið þér raun- verulega að ég sé að deyja?“. Drottningin ætlar að svara, en kemur engu orði upp fyrir ekka. „Verið þér ekki að gráta, frú drottning; þér gleymið víst, að ég er ríkiserfinginn í Frakklandi, og að ríkiserfinginn getur ekki dáið svona. . .“ Drottningin grætur ennþá ákaf- ar, og litli ríkiserfinginn fer að verða hræddur. „Takið eftir“, segir hann, „ég vil ekki leyfa dauðanum að koma og taka mig, ogégveitvel, hvern- ig ég á að varna því, að hann komist hingað. . . Pað á að láta koma hingað þegar í stað fjöru- tíu leiguhermenn og halda vörð um rúm vort .... og hundrað fallbyssur vera til taks nótt og dag fyrir neðan glugga vora, með log- andi kveikjuþræðina! Og vei þá dauðanum, ef hann vogar sér að nálgast oss! .... Til þess að þóknast hinu kon- unglega barni, gaf drottningin merki. Jafnskjóít heyrðist þungum fallbyssum ekið til í hallargarð- inum og fjörutíu vopnaðir leigu- hermenn röðuðu sér fyrir framan herbergið. Petta voru gamlir, grá- skeggjaðir þjarkar. Litli ríkiserf- inginn klappaði saman höndunum, þegar hann sá þá. Hann þekkti einn þeirra og kallaði í hann: „Lorain! Lorain!“ Gamli hermaðurinn gekk skrefi nær rúminu. „F.n hvað mér þykir vænt um þig, L.orain minn gamli. . . . Lof- aðu mér að sjá snöggvast stóra sverðið þitt. . . Ef dauðinn ætlar að taka mig, þá verður að drepa hann, er það ekki rétt?“ Lorain svaraði: „Jú, yðar hétign. . .“ Og tvö stór tár hrundu niður veðurbarðar kinnarnar á honum. í þessum svifum kom skriftafað-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.