Dvöl - 01.01.1938, Side 52

Dvöl - 01.01.1938, Side 52
46 D V 0 L Merkileg grein um merkilegt mál Dr. phil. Helfíi Péturss I. I síðasta hefti tímaritsins „Dvöl“ sl. ár, er grein eftir Borg- firðinginn Porstein Jónsson frá Olfsstöðum, sem mjög er þess verð, að vakin sé eftirtekt á henni. Vissi ég áður, að P. J. er með gáfuðustu skáldum íslenzkum, sem nú eru uppi, en ekkert hef- ir þó gert mér það eins ljóst og þessi grein hans í „Dvöl“. Hún er um drauma. P. J. hefir gert það, sem enginn gerir nema sá, sem vitur er, en það er að láta það, sem hann hafði lesið eftir mig um eðli drauma, verða til þess, að hann íór sjálfur að at- huga þetta efni, og segir hann þarna í greininni á aðdáanlegan hátt frá nokkrum af- þessum at- hugunum sínum. Hin algenga trú er, að endurminningar vorar úr vöku skapi draumana, en Por- steinn hefir gert sér fullkomlega Ijóst, hvílíkt ósamræmi er milli vökumLnninganna og þess, sem fyrir oss ben í draumi, og að hið rétta er, að draumsýni'rnar hafa með sér endurminningar, sem alls ekki eru til í vökulífi voru. En þetta er mjög þýðingarmikið at- riði til að glöggva sig á sam- bandseðli draumlífsins. En þó verður ennþá auðveldara að skilja þetta, þegar vér veitum því eft- irtekt, að það, sem er fyrir aug- unum á einhverjum öðrum, verð- ur að draumsýn vorri. Porsteinn segir frá fróðlegu dæmi slíks, af eigin athugun, og eins hefir hann dreymt, að hann sæi sjálfan sig í spegli, en það var þó í raun réttri annar maður, sem hann sá. Artemidór, hinn ágæti höfundur draumafræði (Oneirokritikon), sem er meira en 1700 ára gömul, seg- ir frá þesskonar athugunum, en hefir að vísu ekki skilið þær, svo einkar góð hjálp sem þær þó eru til þess að geta gengið alveg úr skugga um,- að kenningin um draumgjafann er rétt. Til eru

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.