Dvöl - 01.01.1938, Síða 55
D VOL
49
það í marga daga. Varirnar eru
þurrar og gráar, þótt hún í sí-
fellu væti þær með tungunni.
Hún er önnum kafin. Augu
hennar hvarfla naumast frá börn-
unum. Tvö þeirra yfirgefa hana
aldrei. Annað þeirra hvílir við
brjóst 'hennar, sem nú eru ekki
annað en skorpin húðfelling. Hún
þrýstir litlu veiklulegu verunni að
brjósti sínu. Pað er tæmt fyrir
löngu, en barninu er samt fróun
að hvíla þar, og langa stund er
grátur þess ekki eins örvænting-
arfullur og fyrr. Hitt barnið er
tveggja ára telpa. Lítil, visin vera,
sem stöðugt hvílir þögul og
hreyfingarlaus í örmum móður
sinnar. Hin börnin þrjú færa sig
einnig lítið úr stað. En skríði eitt
þeirra eitthvað úr stað eða nálgist
vatnið, hrópar móðirin á það og
tekur ekki ró sína aftur, fyrr en
öll börnin eru enn á ný það ná-
lægt henni, að hún nái til þeirra
með höndunum.
Á nóttunni er hún einkum óró-
leg. Henni kemur naumast blund-
Ur á augu, og hún lætur börnin
hvíla þétt upp að sér. Ótal sinn-
Um hrekkur hún upp af móki
sínu og þreifar eftir börnunum
sínum. Eru þau nú þarna öll —
öll fimm? Hvar er hin telpan?
Jú — hér er hún — þau eru hér
öll. Ef faðirinn bærir sig hið
minnsta, hrópar hún með höst-
Um rómi:
»Hvað ertu að gera — hvað er
nú að?“ Stundum eys faðirinn
yfir hana bitrum formælingum.
Henni er vel ljóst hversvegna.
Hún svarar engu orði, en gætir
þess, að börnin víki ekki frá sér
og telur þau aftur og aftuö í nátt-
myrkrinu.
Að lokum rennur nýr dagur. Hún
reynir að láta líta svo út sem hún
sé önnum kafin við matreiðslu.
Hún sækir dálítið af köldu ár-
vatni og hrærir saman við það
ofurlitlu af mjölögninni, sem þau
eiga eftir. Hún reynir að segja
glaðlega:
,,Pað er vissulega meira mjöl
eftir en ég hélt. Pað nægir okk-
ur áreiðanlega í marga daga.“
Hún gætir þess, að mest komi
í hlut föðurins og þaggar niður
deilu eldri drengjanna tveggja,
vegna óljóss ótta um, að faðir-
inn veiti henni athygli. Hún sit-
ur kyrr og starir á þá dimmum
augum, en mælir ekki orð. Pað
kemur minnst í hennar hlut af
matnum, en hún lætur sem það
taki sig langan tíma að neyta
þess. Hún bragðar ekki sjálf á
neinu, ef hún fær komið því við.
Lætur sem hún sé ekki soltin eða
hafi þrautir innvortis. Ef maður
hennar snýr baki að henni eitt
augnablik, lætur hún matinn í
flýti til smábarnanna tveggja.
En faðirinn lætur ekki blekkja
sig. Ef hann veitir gjörðum henn-
ar athygli, hrópar hann:
,,Ég fyrirbýð að þú sveltir til
bana til þess að halda lífinu í
þeim!“