Dvöl - 01.01.1938, Page 56

Dvöl - 01.01.1938, Page 56
50 D V 0 L Hann verður alls ekki ánægð- ur fyrr en hann sér hana halda skálinni að vörunum. Hún tekur afar smáa sopa, til þess að hún virðist neyta meira en hún raun- verulega gerir. Þrátt fyrir öll hennar brögð, veit maðurinn vel, hve forði peirra er takmarkaður og hvern- ig börnin þrábiðja um mat. Móð- irin þaggar niður, í þeim, en þau taka það ekki ávallt til greina, og stundum bera drengirnir sig mjög illa. Einu sinni voru þeir rjóðir og hraustlegir. Þá fengu þeir að borða nægju sína. Þeir skilja ekki, hvernig því er varið, að vatnið skuli hafa komið og hulið akrana. Þeir álíta, að fað- irinn hljóti að geta fundið ein- hver ráð. Síðan gengur hann frá þeim og tekur sér sæti við vatnið. Hann grípur höndunum fyrir bæði eyru til þess að heyra ekki kveinstafi sona sinna. Þegar þess- ir atburðir gerast, stirðnar andlit móðurinnai' af skelfingu og hún hvíslar að drengjunum sínum: „Gerið föður ykkar ekki örvingl- aðan! Hafið hljótt — heyrið það, hafið hljótt!“ Þeir þagna, er þeir sjá ajndlit hennar. Inn á vitund þeirra læð- ist tilfinning um hættu, en þeir vita ekki, hver hún er. Á þennan hátt haldja áfram hræðileg, hljóðlát átök milli föð- ur og móður. Með hverjum degi minnkar mjölið í körfunni — og flóðið lækkar ekki. Móðirin held- ur áfram að telja börn sínj í nátt- myrkrinu. En hún getur ekki endalaust neitað sér um svefn. Þrekuð af langvarandi hungri sofnar hún nótt eina, án þess að ,gera sér þess grein. Armar hennar hvíla yfir börnunum. Hún verður þess ekki vör, að faðirinn rís á fætur og hvíslar einhverju að litlu telpun- um. Þær fylgjast með honum. Stuttu síðar kemur hann skjögr- andi til baka, einn síns liðs. Hann leggst aftur til hvíldar. Nokkur djúp andvörp líða frá brjósti hans. Hvert andvarp er eins og sársaukastuna. Náttmyrkrið hefir þokað fyrir grárri morgunskímu, þegar móð- irin hrekkur upp af svefni sín- um. Hún er gripin sterkum ótta. Áður en hún er vöknuð til fulls, er henni ljóst, að hún hefir sofið. Hendur hennar þreifa eftir börn- unum — hvar eru hinar tvær? Hún æpir upp og stendur skjót- lega á fætur. Hún þýtur til manns síns, þrífuri í hann og hrópar: „Hvar eru börnin?“ Hann situr í hnipri á jörðinni og hvílir höfuðið á hnjánum. Hann svarar ekki. Móðirin er viti sínu fjær. Hún grætur ofsalega, þrífur í öxl mannsins og hrópar í eyra hans: „Ég er móðir þeirra — ég er móðir þeirra!“ Óp hennar vekja hitt fólkið. Enginn mælir orð frá vörum. öll-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.