Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 58

Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 58
b v ö L $2 annan, ógrynni berfættra barna lilaupa um eða sftja á gangstétt- unum og sleikja sólskinið. Konur ganga á torgin með körfur sínar og krossa sig, þegar þær fara framhjá Maríulíkneski eða ein- hverjum dýrlingi. Leið okkar ligg- ur um mörg smá, nærri samhang- andi þorp. Þar eru yfir 200 spag- hetti (makaroni) verksmiðjur, en spaghetti er þjóðréttur Itala. Við nemum staðar á stað einum, er Belta Vista (Fagurt útsýni) heit- ir, en staðir með því nafni eru margir í ítalíu. Mig grunar, að Jcseppi, okkar ágæti leiðsögu- maður, hafi ekki einungis numið þarna staðar til þess að lofa okk- ur að njóta hins fagra útsýnis, heldur til þess að fá okkur til að líta inn í sölubúð eina mikla og vinnustofu. Þar er á boðstólum ýmislegt skart og minjagripir. Oddhagir menn skera með leiftur- urhraða klassisk andlit í hraun og skeljar. Ef einhverjir af mun- um þessum hefðu haft eigenda- skipti, mundi eflaust smáskilding- ur hafa runniö í vasa okkar góða Joseppi. Við ökum framhjá hinni fornu borg Herculanum, sem stendur á fögrum stað við sjóinn. Hún eyddist af hraunflóði úr Ve- suvius árið 79 e. Kr. Gróðurinn hefir fyrir löngu þakið hraunið og borgin byggzt. Þá erum við kom- in til Pompei, en borg dauðans er enn hulin sjónum okkar af ið- grænum trjám. Þar er snoturt veitingahús, og við setjumst nið- ur í garðinum og fáum okkur hressingu. Það er sól og logn, blöð trjánna hreyfast ekki. ítali með hrafnsvart hár og tindrandi augu syngur fyrir okkur blíða, fagra söngva, en tveir félagar lians spila undir á fiðlu og gítar. Á eftir kemur diskurinn, er skild- ingarnir eiga að hrynja á. Það er þetta, sem mér féll langverst í ítalíu, að mega aldrei líta við, án þess að hafa peninga í hendinni. Ég get aldrei losnað við þá til- finningu, að ég geri lítið úr þeim manni, sem ég rétti að skilding. Við göngum um litla, skógi vaxna hæð, þar komum við að hliði einu; þegar inn fyrir það er kom- ið, hverfum við tvö þúsund ár aftur í tímann. Það var árið 79 e. K., að Vesuvius var í óhemju vondu skapi. Hann spjó hrauni og ösku yfir allt, sem nærri var, þá grófst Pompei í ösku á þrem dögum. Þar bjuggu þá um 35 þús. manns. Það er talið, að um 2 þús. hafi farizt. Nú hefir borg- in að nokkru verið grafin upp og er þar að finna hinar full- komnustu heimildir, sem til eru, um lifnaðarhætti þeirra' tíma. Fyrst förum við inn í safn það, sem hefir að geyma hina ýmsu muni, er upp hafa verið grafnir. Það eru drykkjarker, eldhúsáhöld, skrautgripir og snyrtiáhöld. Ekki voru fáar þær krukkur og krúsir, sem konur þeirra tíma hafa haft undir andlitssmyrsl sín. Ég held, að nútímakonur séu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.