Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 59

Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 59
D V Ó L 53 hafðar fyrir rangri sök, hvað því viðvíkur, að þær noti meiri feg- urðarmeðul, en konur fyrri tíma hafa gert. Þeir súru menn, sem hafa tileinkað sér þessa trúarjátn- ingu: „Á okkar síðustu og verstu tímum“, láta ógjarna af trú sinni. En gaman hefði verið að lofa þeim að hlusta á Joseppi, þegar hann var að lýsa lífinu í Pom- pei á blómatíma Rómaveldis. Við vorum stödd þarna í safninu og það, sem augun dvelja lengst við þar, eru hunda og manna líkam- ir úr sementi. Holdið hefir rotnað, en mót líkamans, klæddum þeim klæðum og í þeim stellingum, sem hann hefir verið í þá, geymdist í öskunni. Niður í þessi steypumót var svo rennt sementi og það eru þeir steingerfingar, sem við nú horfum á. Flestir hafa þeir fundizt við borgarhliðin og hafa brugðið hönd eða klút fyrir vit sér, til þess að forðast öskuna, en hundarnir stinga undir sig trýninu. Borgarhliðin í Pompei voru átta, en þrjú þeirra eru þeg- ar fundin. Götur þar í borg hafa hvorki verið breiðar eða sléttar. Pað eru djúp hjólför eftir vagn- ana, og á hverju götuhorni, og víðar, eru þrír stökksteinar. Á þeim hafa menn stiklað, þegar vatnið hefir runnið um göturnar eins og í ræsi. Djúp spor eru í steinana eftir það fólk, sem þarna hefir stiklað fyrir þúsundum ára. Götuhliðar húsanna eru ekki mjög ásjálegar, það eru gráir, glugga- lausir múrveggir. Á miðjum vegg er innskot, þar eru aðaldyrnar. Pegar við komum inn úr gang- inum, erum við í „Atriet“, mót- tökusal hússins. í loftinu er stórt, ferhyrnt gat, þaðan kemur öll birtan. í gólfinu undir þessu mikla gati er grunn, ferhyrnt vatnsþró, en þakið hallast frá öllum hliðum niður að gatinu í loftinu og regn- vatnið rennur í þróna. Beggja megin við „Atriet“ sjáum við dyr mjög háar (minnst 4V» m.), og ofan til er hver hurð útskorin, þaðan kemur ljós og loft inn í hin litlu herbergi, sem flest eru svefnherbergi. Við hliðina á „Atriet“, gegnt innganginum, er stórt, ferhyrnt herbergi, á milli eru dregin þykk tjöld. Það er ,,Tablinum“, vinnustofa húsbónd- ans. Herbergið er afarhátt undir loft og mjög skreytt. Eiginlega er þetta stór salur. Gólfið er lagt með „Mosaik“, rósótt eða með myndum, veggirnir eru klæddir með mislitum marmaraplötum, eða málaðir með marglitu ,,út- flúri“ og líflegum smámyndum. Loftinu er skipt í ferhyrnta reiti, málaða, gyllta eða jafnvel lagða með fílabeini. Af húsgögnum er ekki mikið, þar er stór, þung, málmslegin kista, það er peninga- skrín húsbóndans, svo eru nokkr- ir stólar og smá borð. Á þeim eru dýrindis könnur og bikarar úr silfri eða bronsi, með listrænum myndum. Inni eru einnig legu- bekkir með skrautlegum ábreið-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.