Dvöl - 01.01.1938, Síða 60
r
54
um og fjölda af púðum. Á þeim
lágu Rómverjar, er þeir mötuð-
ust. Á milli dyranna, sem liggja
inn í ýms smáherbergi, eru líkn-
eski úr marmara eða bronsi, Svo
komum við inn í garð umlukt-
an súlum, þar eru tré, runnar og
yndisleg blóm, smá gosbrunnar,
líkneski og brjóstmyndir. Ot frá
þessum garði liggja svo aftur
smá herbergi og salir, allt mjög
skrautlegt. Flest er fólkið hvít-
klætt. Það er í ullarskyrtum, með
sjöl, ,,Toga“, sem lögð eru í
margbrotnar fellingar. Á fótunum
hefir það sandala. En þetta er
aðeins draumsýn — draumsýn,
sem sýnir okkur tvö þúsund ár
aftur í timann. Nú er allt autt
og tómt, fólkið dáið, þökin fallin,
súlurnar brotnar, ábreiðurnar
tjöldin og púðarnir horfið, líkn-
eskin og skrautgripirnir flutt burt.
Aðeins gólfin og veggmyndirn-
ar eru að mestu óskemmt. Eitt
hús er að vísu nú nær því éins
og það var þá, það er hús Vetti
bræðranna. Þeir voru stórauðugir,
ógiftir Rómverjar, og lifðu sæl-
lífi miklu. Það, sem fallið var af
húsi þeirra, hefir verið byggt upp.
Ekkert hefir þaðan verið tekið,
þar eru líkneski og súlur úr hrein-
um marmara. Rær plöntur, sem
vaxið hafa í garðinum á liðnum
öldum, hafa verið gróðursettar
þar á ný. í þessum garði erum
við nú, þegar Joseppi með beyg-
ingum, handapati og allri kurt-
eisi ítalans, biður „hinar heiðruðu
D V 0 L
dömur“, eins og hann kemst að
orði, að setjast niður. Hann labb-
ar með stóra lyklakippu á und-
an karlmönnunum að lokuðu
herbergi, sem körlum er a;ðeins
leyft að sjá. Par hverfa þeir inn
í rökkrið, en við sitjum eftir úti
í sólskininu. Hvað var að sjá á
þessum leyndardómsfulla stað,
fékk ég aldrei að vita. Svo kom-
um við í baðhúsið, það er eina
húsið, sem haldið hefir þakinu,
vegna þess að það var hvolfþak;
myndir og „útflúr“ er málað á
loft og veggi. Þar hafði verið
heitt og kalt vatnsbað og einnig
gufubað, sem hitað var með
hringrás milli veggja. Fyrir utan
baðhúsið var stór leikvöllur og
skammt þaðan stærsta veitinga-
húsið í borginni. Þar vioru löng
borð með misjafnlega stórum göt-
um. Þar hafa vínkerin verið
geymd. Við komum að þró einni
mikilli. Leiðsögumaðurinn segir
okkur þá ótrúlegu sögu, að hún
hafi verið til þess ætluð að æla
í hana, þegar menn höfðu etið
og drukkið um of. Svo mikið var
óhófið í þá daga. Þar er og
hringleikhús eitt mikið. Alþýða
manna hefir setið á hæstu bekkj-
unum. Þangað upp lágu mjóar
steintröppur, og voru þær mjög
slitnar af fótum þeirra þúsunda,
sem þarna höfðu horft á leika,
merki þess, hve leikhús hafa ver-
ið vel sóýt í þá daga. Við kom-
um í Forum. Nú eru súlurnar
brotnar, líkneskin flutt í Na-