Dvöl - 01.01.1938, Page 62

Dvöl - 01.01.1938, Page 62
56 D V ö L D i e u ! Þær virtust kunna því vel, að fá dálítinn yl, ekki glottu þær svo lítið til okkar". Brynjaður riddari barði hnef- um á brjóst sér, og muldraði út um bláar varirnar: „Pú hreppir langan og bölvaðan vetur nú, í þessu helvízka landi!“ Oamla konan hafði jafnað sig dálítið. Hið eina, er gat bent á aldur hennar og þreytu, var ofur- lítill skjálfti i sterklegum kjálkun- um. „Pað er maðurinn minn, hann dó úr hitasótt. Ég er að flytja hann til litla kirkjugarðsins, sem nunnurnar eiga þarna á hæðinni. Hann var oft í vinnu hjá þeim, og þær lofuðu að sjá honum fyrir greftrunarstað“. „Hvernig gaztu rekið saman þessa líkkistu?“ spurði grannvax- inn merkisberi. Hann var nógu ungur til þess að harma eyðilegg- ingu landsins og hinar látlausu blóðsúthellingar. Augu hans leiftruðu af reyking- um og víndrykkju, en andlit hans, yfir hinum bláa einkennisbúningi, var þrátt fyrir ögrun hernaðarins, hrukkulaust og svipurinn óþving- aður. „Maðurinn minn var trésmið- ur. Hann smíðaði sína eigin kistu meðan timbrið var ódýrt“. Hermennirnir geispuðu og störðu fram fyrir sig, þungbúnir á svip. Það var eitthvað ægilegt við þessa gömlu norn, svona kraftmikil, svona horuð, með stór- ar, vinnuslitnar hendur, kinnfiska- sogin og silfurhærð, með upp- þornað vatn í munnvikunum, og oddhvast, starandi augnaráð, ef til vill göldrótt. „Mjög líklegt", sagði undirforinginn í slæmu skapi yfir handleggsbroti, er illa var bundið um (jafnvel sigurveg- arana vantar svo að segja allt til alls) „að kerlingin hafi peninga gða einhvern góðan varning í þessum kassa. Ég hefi heyrt talað um samskonar óþrifalega bragða- refi, v i e 11 e f o 11 e“. Merkisberinn gekk aftur leti- lega að vagninum. Hann glotti yfir því, með sjálfum sér, ef eitt- hvað af herfangi hefði orðið eftir í Klotz. Það var annars merki- Iegt, að kerlingin skyldi komast lífs af. Slæpingjarnir í kring, glottu, er hann hörfaði frá vagninum, megn- an rottnunarþef lagði að vitum hans, sem voru þó ekki orðin við- kvæm fyrir öllu. „Parblien, þú hefir nógu lenrri haldið vagninum, ma fiel- 1 i“, sagði hann og hélt fyrir nefið. „Lofað veri hans heilaga nafn“, muldraði gamla konan. „Varð ekki líkami minn að fá nvjan kraft, til þess að koma þessu öllu ífram- kvæmd. En það er erfitt“. „Áfram með þig“! þrumaði merkisberinn. Um leið og gamla konan hallaði sér áfram til átaks, kastaði hann síðsprottinni villirós, sem hann

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.