Dvöl - 01.01.1938, Page 67

Dvöl - 01.01.1938, Page 67
DVÖL ei Johnson gerðist kennari í lögum við Illionis-háskólann (1926), hef- ir hann einnig, sem vænta mátti um jafn áhugasaman fræðimann og ræktarsaman við íslenzkar erfðir, tekið mikinn þátt í starfi „Heimskringlu“ og jafnan valið sér íslenzk efni til meðferðar í erindum sínum á félagsfundum. Hefir hann á þeim vettvangi flutt eftirfarandi fyrirlestra: „íslenzku byggðirnar í Norður Dakóta“ (1927); „Hin komandi Alþingis- hátíð á íslandi (1929); „Alþingis- hátíðin íslenzka (1930); „Jón Sig- urðsson (1933); „Norræn áhrif á eyjunni Man“ (1934); og „Hall- grímur Pétursson (1937). Parf ekki að draga í efa, að fyrirlestr- ar þessir hafi verið bæði vel samdir og fræðandi, og þess vegna íslandi til sæmdar og nytja. Prófessor Johnson er mörgum íslendingum heimafyrir kunnur af afspurn, og ýmsum persónulega, síðan hann sótti Alþingishátíðina sem einn af fulltrúum Bandaríkj- anna. Hann er ýkjulaust einn af ágætustu og allra merkustu son- um Islands vestan hafs, en þangað fluttist hann með foreldrum sín- um barnungur.*) Starf „Heimskringlu-félagsins í vora þágu er þess vegna hreint ekki ómerkilegt. Og starfsemi þess í heild sinni þeim mun um- *) Æfiágrip hans er í Árbók HásJcóla Islands fyrir árið 1929—1930, Reykja- vlk, 1931. fangsmeiri og ávaxtaríkari, þar sem námsmenn, sem tekið hafa þátt í störfum félagsins á skóla- árunum, hafa dreifzt í ýmsar áttir sem kennarar eða forvígismenn á öðrum sviðum. En því hefi ég jafnframt dreg- ið athygli íslenzkra lesenda að umræddum félagsskap, að hann er ágætt dæmi þess starfs í þágu norrænna fræða og íslenzkra, sem unnið er við eigi allfáar æðri menntastofnanir í Vesturheimi, innan veggja kennslustofunnar og utan, þótt minna rúm skipi víðast hvar, heldur en við Illionis-há- skólann. Hefir það starf átt sér fleiri skjól og vaxið fiskur um hrygg á ýmsa lund hin síðari ár, og benda öll himintákn til, að svo verði framvegis. Fyrst svo óheppilega tókst til, að norrænum mönnum hélzt eigi á Vínlandi hinu góða, eru það nokkrar skaðabætur, að vínlenzkir menn nútíðarinnar færa með ári hverju út landnám sitt í ríki nor- rænnar menningar. Ég veit, að ég veit ekkert. Sokrates. Með pekkingunni vex efinn. Goethe. Það er gott að vita, en betra að geta. Enskur mdlsháttnr.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.