Dvöl - 01.01.1938, Síða 68

Dvöl - 01.01.1938, Síða 68
62 D V ö L ASTIN Eftir NERATOV Dagurinn var heiður og sól- bjartur. Sporvagninn þaut áfram eftir hljómandi teinunum. Félagi Ljaskin sat í vagninum og brosti við ljómandi, bláleitum snjónum. Ljaskin fann, að einhver horfði á hann, og leit upp. Yndisleg stúlka; í 'einfaldri, hvítri skinnkápu horfði fast á hann. Augu henn- ar voru skær og ofurlítið undr- andi, líkt og barnsaugu. Ljaskin andvarpaði ánægju- lega. „Ö, drottinn minn!“ hugsaði hann glaður, en svo skammaðist hann sín, því að honum datt í hug bláleitt nefið á sér og lágu launin. Hann sneri sér aftur að glugg- anum og horfði á hvítan snjóinn eins og áður. En stúlkan leit ekki af honum. Hún virti hann gaumgæfilega fyr- ir sér . Og aftur andvarpaði Ljaskin ánægjulega. „Drottilnn minn, hvílik ham- \ngja!" hugsaði hann. „Skyldi þetta vera ástin?“ „Ligovka!" kallaði vagnstjór- inn og reif Ljaskin ónotalega upp úr dagdraumunum. „Stöð fyrir bláu rniðana". Ljaskin stundi, bretti kragann UPP °g fór út. Stúlkan fór líka út. Og í þriðja sinn á þessum degi fékk hann hjartslátt af gleði. „Heyrið þér, félagi“, sagði stúlkan allt í einu með unglegri, hljómþýðri röddu. „Fyrirgefið, en mér finnst ég kannast við yður.“ „Þetta er yndislega að farið, þótt það sé kannske ekki frum- legt“, hugsaði Ljaskin með sjálf- um sér. „Get ég nokkuð gert fyrir yð- ur, frú“, spurði hann hæversk- lega. „Nú man ég það! Nú man ég það!“ kallaði stúlkan .glöð. „Ég þekki röddina. Það voruð þér, fé- lagi Ljaskin, sem báðuð föður minn einu sinni í fyrra að straua jakka og buxur, en þér gleymd- uð að láta hann fá þrjár rúblur fyrir það. Og þér fluttuð meira að segja um það leyti. Þetta var illa gert af yður.“ Ljaskin sortnaði. Hann tók upp budduna og taldi 2 rúblur og 95 kópeka í silfri og kopar í lófa stúlkunnar og fór leiðar sinnar. Skelfing var glamrið í spor- vagninum leiðlinlegt. Og snjórinn glitraði bjánalega, svo að mann sárverkjaði í augun. Ólafur p. Kristjánsson þýddi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.