Dvöl - 01.01.1938, Síða 68
62
D V ö L
ASTIN
Eftir NERATOV
Dagurinn var heiður og sól-
bjartur. Sporvagninn þaut áfram
eftir hljómandi teinunum. Félagi
Ljaskin sat í vagninum og brosti
við ljómandi, bláleitum snjónum.
Ljaskin fann, að einhver horfði
á hann, og leit upp. Yndisleg
stúlka; í 'einfaldri, hvítri skinnkápu
horfði fast á hann. Augu henn-
ar voru skær og ofurlítið undr-
andi, líkt og barnsaugu.
Ljaskin andvarpaði ánægju-
lega.
„Ö, drottinn minn!“ hugsaði
hann glaður, en svo skammaðist
hann sín, því að honum datt í
hug bláleitt nefið á sér og lágu
launin.
Hann sneri sér aftur að glugg-
anum og horfði á hvítan snjóinn
eins og áður.
En stúlkan leit ekki af honum.
Hún virti hann gaumgæfilega fyr-
ir sér .
Og aftur andvarpaði Ljaskin
ánægjulega.
„Drottilnn minn, hvílik ham-
\ngja!" hugsaði hann.
„Skyldi þetta vera ástin?“
„Ligovka!" kallaði vagnstjór-
inn og reif Ljaskin ónotalega upp
úr dagdraumunum. „Stöð fyrir
bláu rniðana".
Ljaskin stundi, bretti kragann
UPP °g fór út. Stúlkan fór líka
út. Og í þriðja sinn á þessum
degi fékk hann hjartslátt af gleði.
„Heyrið þér, félagi“, sagði
stúlkan allt í einu með unglegri,
hljómþýðri röddu. „Fyrirgefið, en
mér finnst ég kannast við yður.“
„Þetta er yndislega að farið,
þótt það sé kannske ekki frum-
legt“, hugsaði Ljaskin með sjálf-
um sér.
„Get ég nokkuð gert fyrir yð-
ur, frú“, spurði hann hæversk-
lega.
„Nú man ég það! Nú man ég
það!“ kallaði stúlkan .glöð. „Ég
þekki röddina. Það voruð þér, fé-
lagi Ljaskin, sem báðuð föður
minn einu sinni í fyrra að straua
jakka og buxur, en þér gleymd-
uð að láta hann fá þrjár rúblur
fyrir það. Og þér fluttuð meira
að segja um það leyti. Þetta var
illa gert af yður.“
Ljaskin sortnaði. Hann tók upp
budduna og taldi 2 rúblur og
95 kópeka í silfri og kopar í lófa
stúlkunnar og fór leiðar sinnar.
Skelfing var glamrið í spor-
vagninum leiðlinlegt. Og snjórinn
glitraði bjánalega, svo að mann
sárverkjaði í augun.
Ólafur p. Kristjánsson
þýddi.