Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 69
D V 0 L
63
Austfirzkar stökur
Á ofanverðri 19. öld bjuggu á
Langhúsum í Fljótsdal hjón að
nafni Þorbjörg og Sigfús. Þótti
Þorbjörg afbrigða vel skáldmælt,
og svo hraðyrkin, að hún lét iðu-
lega fjúka í hringhendum. Breidd-
ust vísur hennar út á Héraði og
eru margar kunnar enn, t. d. þess-
ar:
Lundhýr Lorri þýddi mund,
þandi skúra um hæð og sand.
Undir fjalla ultu á grund,
anda volgum blés á land.
En Qóa var hörð:
Rastir saman fjúka fast
festir Góa slæman gest,
kastar éljum kynja hast,
kestir snjóa hylja flest.
Eitt sinn bar mann að garði á
Langhúsum, og var sá langt að
kominn. Þorbjörg var úti stödd
°g kastar gesturinn á hana kveðju,
°g spyr um heiti bæjar og bónda.
Þorbjörg svarar:
Máls af krús eg mæli fús —
meður sónar blandi —
á Langhúsum og Sigfús
er eg húsráðandi.
Börn þeirra Sigfúsar voru Jón,
Einar, Kristrún og Sigfús. Einar
bjó á Stórabakka í Hróarstungu,
Ienti í brösum við Pál Ólafsson
skáld, þegar hann var á Hallfreð-
arstöðum, og kváðust þeir á lengi
og ekki allt sem prúðast.
Sigfús yngri bjó á Skjögrastöð-
um í Skógum, hann var hagyrð-
ingur góður, fræðimaður og skrif-
aði manna fegursta rithönd. Dæt-
ur hans, Þuríður, Margrét, Rann-
veig og Kristrún eru enn á lífi og
hafa yndi af að bregða fyrir sig
pennanum, bæði í bundnu máli og
óbundnu. Einu sinni var Sigfús á
ferð yfir Fljótsdalsheiði milli Jök-
uldals og Fljótsdals, og var ein
dætra hansí í för með honum. Var
veður hið fegursta og fjallasýn.
Byrjar Sigfús þá:
Snæfells tindinn háa, hreina,
himinlindar gyltir binda —
og botnaðu nú, dóttir góð, segir
hann. Hún svarar:
Hans er strindi — höldar meina —
hversdags yndi sumarvinda.
Ein dóttir Rannveigar Sigfús-
dóttur er Jóhanna Þorsteinsdóttir
húsfreyja að Teigi í Vopnafirði.
Hafa allvíða birzt eftir hana ljóð
undir nafninu „Erla“, og er nú
nýkomin út ljóðabók eftir hana.