Dvöl - 01.01.1938, Side 70
64
D V 0 L
Sigfinnur heitinn Mikaelsson á
Grýtáreyri við Seyðisfjörð kvað
um kvenfélag eitt þar eystra, er
honum þótti sækja hart að safna
fé til starfsemi sinnar.
Fáu er líkt og fæst mun ýkt
um fjárhagsþolið —.
Falsi sýkt var frúar volið —
fyrst var sníkt — og svo var stolið —.
Þegar Páll Ólafsson skáld bjó
að Nesi í Loðmundarfirði, voru
þar eitt sinn á ferð fimm höfð-
ingjar, og er sagt að þar væri
einn eða tveir kaupmenn af Seyð-
isfirði og hinir alþekktir embætt-
ismenn þar eystra. Komu þeir inn
á Nesi. Þegar þeir voru farnir af
stað, kvað Páll:
Lýgi og Smjaður skelltu á skeið —
— skárri1 er það nú fylkingin —.
Héðan úr hlaði Rógur reið,
Ranglætið og Illgirnin —
Einu sinni reri Páll sem oftar til
fiskjar út á Loðmundarfjörð þeg-
ar hann bjó á Nesi, en varð ekki
,Var. Þegar í landkom, þyrptistfólk
niður í fjöruna ,og spurði Pál
hvernig hann hefði fiskað, og
svaraði þá Páll heldur stuttur í
spuna:
Það er ekki þorsk að fá, í þessum firði
þurru landi eru þeir á
og einskis virði.
E. B.
Merkileg bók
The Northern Countries in World
Economy, heiíir nýútkomin bók, sem
Dvöl hefir verið send. Stór og fróð-
leg bók, með nokkrum ágætum mynd-
um. Ríkisstjórnir allra Norðurlanda og
Norræna félagið hafa staðið að útgáfu
hennar. Eins og nafnið ber með sér,
fjallar bókin aðallega um þátt Norður-
landa í heimsviðskiptunum.
Lengra úti í heimi hættir mörgum
við að líta smáum augum á Norður-
lönd, þó að þau hafi, við nánari kynn-
ingu, margt athyglisvert að bjóða,
bæði i menningu þjóðanna og nátt-
úru landanna. Við lestur þessarar bók-
ar fá menn greinilega yfirsýn yfir,
hve Norðurlöndin eru veigamikill þátt-
takandi í heimsviðskiptunum. — Þjóð-
ernisrembingur og sjálfstæðisgorgeir
vilja stundum fjarlægja frændþjóðirn-
ar á Norðurlöndum hverja frá annari.
En úti í heimi er mjög oft litiðá
Norðurlöndin sem eina heild. Við lest-
ur þessarar bókar skýrist fyrir mönn-
um, hve nauðsynlegt er, að Norður-
löndin standi sem einn aðili út á við.
Lærðu þau að leggja til hliðar mis-
skildan innbyrðis-metnað og ýmsan ó-
heilla krit, en kæmu fram sameinuð,
þá yrðu þau sterk og stór
Vegna rúmleysis er hér ekki liægt
að rekja efni þessarar merku Norður-
landabókar, þar sem tslandi er skip-
að við hlið hinna Norðurlandanna, en
mönnum, er skilja ensku og vilja
fræðast um Norðurlönd, einkum í við-
skipta- og fjárhagsefnum, er bent á
að lesa haua.