Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 76
7Q
D V 0 L
fyrsta landnáms og fram á æfi þeirra,
sem enn eru ungir. Höfund bókar-
innar þarf ekki að kynna, hann er
einn af þeim fáu „stóru spámönn-
um“, sem nú skipa öndvegi í höllu
Braga, hagorður sveitadrengur, sem á
fáum árum hefir vaxið upp í stórskáld,
andi, sem er glöggur á fyrirbæri lífs-
ins og beinir óhikað sjónum yfir lönd
og höf, þótt jafnan standi hann föst-
uin fótum í íslenzkri gróðurmoid.
Þessum línum var ekki það hlutverk
ætlað að leggja dóm á bókina „Hrím-
hvíta móðir,“ heldur aðeins minnast
hennar, benda á hana. Og þrátt fyrir
takmarkað rúm, get ég ekki stillt mig
um að taka hér upp örfá erindi sem
sýnishom.
I kvæðinu Eldur uppi, sem er eitt
þróttmesta kvæði bókarinnar, er ham-
förum Skaftáreldanna m. a. þannig
lýst:
Er yfir byggðum hvelfist heiði bjart
og hvítasunna skín á vígðan reit,
að fjallabaki magnast mistur svart
og mökkur stefnir nið’r í fagra
sveit . . .
Það dimmir að — og dufti rignir
hljótt.
Það dimmir enn. Það hnígur yfir nótt.
Hvort aftur birtir, enginn maður
veit . . .
Úr norðri slítur slyddu í bláum lit,
sem sletti jötunn bleki úr fjöðurstaf,
og slikur sviði herjar hvers manns vit,
að hvarmar þrútnir fara í tárakaf. —
Á njólablöðin detta dulræn göt,
— á dalsins váng, á túnsins græna flöt
leggst öskufallsins hrjúfa, svarta haf.
Og jörðin nötrar, hrollköld, hitaveik,
er herpast iðrin, gaula og kippast til.
Úr nasaholum blæs hún rauðum reyk,
svo reið að truflast dags og nætur skil.
— Um sérhvert brjóst hin innsta
angist fer:
Guð allrar skepnu! Viltu hjálpa mér!
En bænin týnist strax í húmsins
hyl . . .
En íslenzka þjóðin barðist við „elda
og isa“ og því gleymir skáldið ekki
hafísnum heldur. Kvæðið fsalfíg er
fjórða meistaraverkið, sem islenzk
ljóðskáld hafa samið með „landsins
forna fjanda“ að yrkisefni. Þar segir:
Að norðan mikill floti fer,
sem fyrir vindi gengur. —
Af silfurstokkum bjarma ber
og biiki slær á rengur.
Og gullhlað sólar sindrar dátt
í seglum krystalsglærum.
Og bjartir stafnar hefjast hátt
á hafsins bylgjum tærum.
Og bitrar örvar yfir fold
í einni svipan fljúga
og griðalaust á gljúpri mold
í gegnum hjartað smjúga.
— Þá fölnar bóndans feimna kinn
og felmti slær á sauðinn.
Þeir vita, að flotaforinginn
þar frammi — er sjálfur dauðinn.
Kvæðið um baráltu sjómannanna og