Dvöl - 01.01.1938, Side 77
n v o l
71
ósigur þeirra fyrir blindum náttúruöfl-
um heitir 1 saltan mar,
Og norðanveður — vetrarnótt,
með fáleg strengiagrip.
Og frostið nístir hart og hljótt,
og hrímgrá ísing furðu skjótt
á kugginn setur svip. —
Þar hefir brynju á sæinn sótt
hið svarta fiskiskip.
Svo lyftist banabylgjan há
og brýtur fleyið valt.
Og æðrulaust þeir sökkva i sjá,
— þeim segir ekki meira frá,
því nú er úti um allt ...
— Nú kryddar djúpin dul og blá
hið dýra jarðar salt.
Ég býst nú við, að skáldskapur sem
þessi verði af ýmsum kallaður „rót í
sorphaugunum", „uppmálun svörtustu
hliða lífsins" og „ylvana hugleiðing-
ar hinnar steinköldu efnishyggju(!)“,
þvi að eitthvað á þessa leið hljóða
þrumuræður íslenzkra bókagagnrýn-
enda oftast nú á dögum.
Þessurn hreinleikans og hlýjunnar unn-
endum til huggunar skal ég tilfæra
hér eitt erindi úr síðasta kvæði bók-
arinnar, Þegnar pagnarinnar. Það er
tileinkað óþekktu hermönnunum, hin-
um „mörgu og smáu“, hverra nöfn
ekki standa skráðj i sögu hinna „stóru
og fáu“, þeim, er háðu sitt „þögula
lífsstríð án frægðar og fjár“.
Og landið mér opnast sem iðandi haf
af almúga kynslóðum liðnum,
sem sagan ei offraði orði né staf
og eru því vanastar friðnum.
— Þær hópast uim sál xnina, hægar
sem blær,
með hjúfrandi góðleika í fasi.
Hin framliðnu hjartaslög færast mér
nær,
og fótatak heyrist í grasi.
Það er engin tilviljun, að hið fyrsta
og síðasta hinna eiginlegu söguljóða
þessarar bókar fjallar um baráttu
þeirra, sem eiga frelsi sitt og af-
komu undir högg að sækja. Hjá þeim
er hugur skáldsins meira en hálfur. Og
ef íslenzk alþýða ekki metur að verð-
leikum þessa bók, sem fyrst og fremst
er upprifjun hennar eigin sögu, tján-
ing hennar eigin hugsana, snúin silki-
þráðum óbrotins og alþýðlegs lista-
forms, þá veit ég ekki, hverja and-
lega fæðu hún telur sér Samboðna.
Þ. G.
Minningar
Nokkru fyrir jólin kom á markaðinn
ný bók eftir frú Ingunni Jónsdótt-
ur frá Melum, sem hún nefnir „Minn-
ingar“. Það er framhald af „Bókin
min“ eftir sama höfund, sem kom
út 1925 og fékk góða dóma. „Minn-
ingar eru í þrem aðalköflum. Fyrsti
kaflinn heitir „Móðurætt mín“, ann-
ar „Endurminningar úr Hornafirði",
og sá þriðji „Á víð og dreif“. —
Skemmtilegan formála ritar dóttir höf.,
frú Guðrún Björnsdóttir.
„Minningar" eru bæði skemmtileg og
fróðleg bók, rituð á látlausu en kjam-