Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 78

Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 78
72 ) D V O L góðu alþýðumáli. Höfundurinn segir prýðilega frá. Lesandinn getur ekki varizt þeirri hugsun, að óvenjuleg á- nægja hafi það verið, að hlusta á þess- ar frásagnir af vörum hennar sjálfr- ar, gömlu konunnar. Hún lýsir prýði- lega samtíð sinni. Bregður upp skýr- um myndum af mönnum og málefnum og kryddar frásögnina með góðlát- legri fyndni, en er hógvær í dómum. Bókin veitir mikinn fróðleik um líf og háttu þjóðar vorrar á öldinni, sem leið, og jafnvel hyilir undir 18. ald- ar fólk í fyrsta kaflanum. Rúmið leyf- ir ekki að endurprenta sýnishorn, en ég vil benda mönnum á kafla, sem höf. nefnir „Gleymska“, bls. 73—83. Þar er sögð ógleymanleg ferðasaga og með skörpum línum sýndur munurinn á því sem var og er í samgöngumál- um hér á landi o. fl. Eg get ekki stillt mig um að benda foreldrum og kennurum á formála bók- arinnar, þar sem sagt er frá þvi, hvernig höf .fer að „búa til sumar og sólskin" fyrir börnin sín. Frágangur bókarinnar er góður og prentvillur fáar. Efnisyfirlit vantar, og er það miður. Ég þykist viss um, að „Minning- ar“ verði ein þeirra bóka, sem menn taka sér oft í hönd, eftir að hafa les- ið hana einu sinni. Og lesendur munu hugsa með virðingu og þakklæti til frú Ingunnar, sem á gamals aldri gef- ur þjóð sinni tvær góðar bækur, eftir að hafa innt af hendi óvenjulega mik- ið æfistarf á öðru sviði. Ingimar Jóhannesson Gyðjan og uxinn. Síðasta bók Kristmanns Guðinunds- sonar heitir Gyðjan og uxinn. Bók þessi kom á markaðinn á síðastliðnu ári, og var gefin út af Ólafi Erlings- syni. Nafnið er sérkennilegt og minnir á æfintýr, enda má segja, að bókin sé nokkuð með því sniði. Þessi saga er iíka alveg sérstök í íslenzkum bókmenntum að því leyti, að hún gerist aðallega á eynni Krít fyrir þúsundum ára. Aðalsöguhetjunni, ungum, þrakversk- um höfðingjasyni, er með köflum vel lýst, en samt kemur hér enn i ljós hin gamla veila þessa höfundar, þar sem )iann er sífellt að láta persónunn- ar fálma eftir forboðnum ávöxtum, og skín jafnvel ó stöku stað í grófar nautnahneigðir hjá söguhetjunum. Mál og frásagnarháttur er líkur og á fyrri bókum höfundarins, og má margt gott um hvorttveggja segja. En það er söguefnið, sem er at- hyglisverðast um þessa bók, eins og áður er sagt. E. Bj. Viðar, Ársrit íslenzkm hérafisskóla, 2 árg., hefir nýlega verið sent Dvöl. Rit þetta er allstór bók, með mörgum mynd- um, og gefið út af „Félagi héraðs- og alþýðuskólakennara", en ritstjóri þess er Þóroddur Guðmundsson frá Sandi, kennari að Eiðum. Reykjanesskóli hef- ir nú bætzt' við héraðsskólana og er allmikið frá þeim skóla í þessu riti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.