Dvöl - 01.01.1938, Síða 85
D V 0 L
rnun það vera það, sem á íslenzku
er kallað söl. „Kombu" borða Japanir
á marga vegu, sjóða það með kjöti,
borða það sem grænmeti, þurrka það
og mylja og strá því svo yfir hrís-
grjón, o. s. frv. — Ef þú, sem þetta
lest, heldur, að hér sé um kerlingar-
bækur að ræða, getur þú gert ein-
falda tilraun: Taktu tvo sex vikna
hænuunga og settu þá' í sinn kassann
hvorn. Strengdu vírnet yfir kassaop-
in. Hafðu þá innilokaða i mánuð, og
gefðu öðrum þeirra soðin hrísgrjón,
rúgbrauðsmola og vatn, og hinum jafn-
an skammt af því sama, en bættu þó
dúlitlu af söl, sem áður hefir verið
soðin, saman við hrísgrjónagrautinn.
— Athugaðu muninn á ungunum eftir
mánaðartíma, og þú munt sannfær-
ast. (Ráðlegging þessi er í amerísku
timariti).
Nýmæli.
Bandariskur prófessor segir, að ef
önnur hver lína í prentuðu máli væri
lesin frá hægri til vinstri, yrði lest-
ur auðveldari og hreyfing augnanna
jafnari og áreynsluminni. — Við skul-
um prófa þetta á hinni alkunnu vísu:
Afi minn fór á honum Rauð
,bæi á suður eitthvað
að sækja bæði sykur og brauð
.tæi hverju af sitt
Forkurinn.
Forkurinn var fundinn upp á ítalíu
og var fyrst framan af aðallega not-
Uður af kvenfólki, enda þótti þá
skömm að því, að sjá karlmann borða
79
með forki. Elisabet Englandsdrottning
notaði fyrst manna fork í Englandi,
og var mjög ásökuð fyrir.
Sex sinnum sigraðir.
Á síðustu 2000 árum hafa Kínverj-
ar verið sex sinnum sigraðir. Af Tört-
urum, Tyrkjum, Kitum, Juchenum,
Mongólum og Manchúum.
Xþrótt Örvar-Odds og Hróa Hatt-
ar enn við líði.
Bogaskyttur eru ekki aðeins sögu-
persónur, heldur einnig vel þekktar
á tuttugustu öldinni. Bæbi í Engiandi
og Bandaríkjunum er fjöldi klúbba, þar
sem meðlimirnir iðka hina fornu íþrótt
að skjóta af boga,. i búð einni í New-
York eru árlega seldir 10000 bogar og
200000 örvar.
Unnendur Dvalarl
Þeir, sem vilja og ætla að eiga Dvöl
frá upphafi, ættu ekki að draga leng-
ur að fá sér það, sem þá kann að
vanta af henni.
Yms hefti úr eldri árgöngum verða
sennilega ófáanleg strax á þessu ári.
Dvöl hefir nú þegar flutt urn 200 stutt-
ar skáldsögur, og liggja fyrir allmörg
ummæli merkra manna, þar sem þeir
telja, að; í Dvöl sé nú að finna stærsta
og merkasta smásagnasafn, sein til sé
á íslenzku. Lesendur verða sjálfir að
dæma um réttmæti slíkra ummæla. En
bókavinir og lestrarfélög, sem eru
þeirrar skoðunar, að skaði sé að láta
Dvöl vanta í bókaskápinn, ættu að
tryggja sér hana sem allra fyrst.
„Ekki veldur sá, er varar“, þótt
einhvcrjir verði of seinir að ná sér í
Dvöl frá upphafi.