Dvöl - 01.10.1939, Page 22

Dvöl - 01.10.1939, Page 22
260 D VÖL reyna að troða honum í vasa sinn, eins og móðir hennar hafði ætlað að gera ekki alls fyrir löngu. Að draga saman fyrir slaghörpu — ekki nema þaö þó! Og enginn í húsinu kunni að spila á hljóðfæri. Hann skyldi svei mér gefa henni slaghörpu! ... . Hann barði í skín- andi látúnsskjöldinn á útihurð hússins og skimaði í kringum sig. Allra snyrtilegasta hús. Og snotur smágarður umhverfis — rósagarð- ur. Hver runnurinn tók við af öðr- um; hann hafði aldrei séð svona stórar rauðar og hvítar rósir. Eða ilmurinn! Honum lá við hnerra af þessari sterku angan. Enginn kom til dyra. Hann sneri sér við og barði aftur. Hvar var vinnukonan? Hann gat ekki hangið hér til kvölds. Hann var orðinn svangur. Hann barði enn. Þá heyrðist fótatak, að því er virtist uppi á lofti, en færðist síðan hratt niður og nær og hvell rödd hróp- aði: „Geturðu ekki beðið andartak, vinur?“ Það var auðvitað frú Montague, sagði Gomer við sjálfan sig. Hún hélt, að maðurinn hennar biði við dyrnar. Og í rödd hennar var hlát- ur og eftirvænting. Já, svona áttu konur að taka á móti mönnum sín- um, þegar þeir komu þreyttir frá vinnunni. Með óþreyjufullum rómi kallaði hún „vinur“. Maður gæti haldið, að konan sú arna væri fædd til þess að vera eiginkona.... Dyrnar voru opnaðar upp á gátt. Gomer varð um megn að hræra tunguna. Hann starði einungis og starði í orðlausri undrun. Frammi fyrir honum stóð nakin kona, sem síðan hörfaði hægt og hægt aftur á bak og hélt krepptum hnefa á milli brjóstanna. „Hr.... hr.... Montague bað mig. .. .“ stamaði Gomer og glápti enn eins og stirðnaður á þessa sýn. Drottinn minn, hvað hún var falleg! ..... sagði mér....“ hélt hann auðmjúkur áfram, „sagðist....“ Hann þagnaði og einblíndi á hana, eins og væri hann dáleiddur. Hjá neðsta stigaþrepinu snerist hún á hæli.... lagði á flótta upp stigann. Það var eins og stór, hvítur fugl tæki til vængjanna og svifi til himins. .....sagði mér að segja yður, að hann gæti ekki komið heim fyrr en klukkan átta....“ æpti Gomer inn í mannlaust anddyrið. Hann dokaði litla stund við og vænti svars. Hann heyrði hratt fótatak hennar uppi á loftinu. Síð- an kom hún aftur í ljós og var nú hjúpuð víðum, bláum slopp. Hún var kafrjóð í andliti, en hló, þegar hún nálgaðist hann. En sá hlátur! Gomer fann blóðið taka sprett i æðunum. Sú blygðaðist sín ekki. Og enn væru hvítu fæturnir henn- ar berir. Þeir voru berir og vel lag- aðir og liktust tveim liljum, sem fallið hefðu á gólfið. „Hvað voruð þér að segja um

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.