Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 22
260 D VÖL reyna að troða honum í vasa sinn, eins og móðir hennar hafði ætlað að gera ekki alls fyrir löngu. Að draga saman fyrir slaghörpu — ekki nema þaö þó! Og enginn í húsinu kunni að spila á hljóðfæri. Hann skyldi svei mér gefa henni slaghörpu! ... . Hann barði í skín- andi látúnsskjöldinn á útihurð hússins og skimaði í kringum sig. Allra snyrtilegasta hús. Og snotur smágarður umhverfis — rósagarð- ur. Hver runnurinn tók við af öðr- um; hann hafði aldrei séð svona stórar rauðar og hvítar rósir. Eða ilmurinn! Honum lá við hnerra af þessari sterku angan. Enginn kom til dyra. Hann sneri sér við og barði aftur. Hvar var vinnukonan? Hann gat ekki hangið hér til kvölds. Hann var orðinn svangur. Hann barði enn. Þá heyrðist fótatak, að því er virtist uppi á lofti, en færðist síðan hratt niður og nær og hvell rödd hróp- aði: „Geturðu ekki beðið andartak, vinur?“ Það var auðvitað frú Montague, sagði Gomer við sjálfan sig. Hún hélt, að maðurinn hennar biði við dyrnar. Og í rödd hennar var hlát- ur og eftirvænting. Já, svona áttu konur að taka á móti mönnum sín- um, þegar þeir komu þreyttir frá vinnunni. Með óþreyjufullum rómi kallaði hún „vinur“. Maður gæti haldið, að konan sú arna væri fædd til þess að vera eiginkona.... Dyrnar voru opnaðar upp á gátt. Gomer varð um megn að hræra tunguna. Hann starði einungis og starði í orðlausri undrun. Frammi fyrir honum stóð nakin kona, sem síðan hörfaði hægt og hægt aftur á bak og hélt krepptum hnefa á milli brjóstanna. „Hr.... hr.... Montague bað mig. .. .“ stamaði Gomer og glápti enn eins og stirðnaður á þessa sýn. Drottinn minn, hvað hún var falleg! ..... sagði mér....“ hélt hann auðmjúkur áfram, „sagðist....“ Hann þagnaði og einblíndi á hana, eins og væri hann dáleiddur. Hjá neðsta stigaþrepinu snerist hún á hæli.... lagði á flótta upp stigann. Það var eins og stór, hvítur fugl tæki til vængjanna og svifi til himins. .....sagði mér að segja yður, að hann gæti ekki komið heim fyrr en klukkan átta....“ æpti Gomer inn í mannlaust anddyrið. Hann dokaði litla stund við og vænti svars. Hann heyrði hratt fótatak hennar uppi á loftinu. Síð- an kom hún aftur í ljós og var nú hjúpuð víðum, bláum slopp. Hún var kafrjóð í andliti, en hló, þegar hún nálgaðist hann. En sá hlátur! Gomer fann blóðið taka sprett i æðunum. Sú blygðaðist sín ekki. Og enn væru hvítu fæturnir henn- ar berir. Þeir voru berir og vel lag- aðir og liktust tveim liljum, sem fallið hefðu á gólfið. „Hvað voruð þér að segja um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.