Dvöl - 01.10.1939, Page 27

Dvöl - 01.10.1939, Page 27
D VÖL mín færir mér, Gomer Vaughan?" byrjaöi hún og réði sér naumast. í þetta skipti var einnig skelfing í svip hennar. Hann tautaði eitthvað, sem vott- aði fyrirlitningu hans og bræði. „Þessi dóttir þín hefir engan rétt til þess að vera eiginkona, Lizzie Hopkins,“ þrumaði hann. „Hleypur til mömmu eins og smátelpa! Og þú getur líka sparað þér það ómak að koma hingað til þess að reka nefið ofan í þetta mál. Nú ferð þú heim til þín og skipar stelpukján- anum, dóttur þinni, að hverfa þeg- ar í stað heim til mannsins, sem hún er gift. Heyrirðu það?“ Og hann sneri snögglega baki við henni. „Mig undrar ekki, þótt þú blygð- ist þín,“ svaraði frú Hopkins og brýndi raustina, „mig undrar það ekki. Þetta er hreint og beint hneyksli, sem Blodwen sagði mér frá áðan. Og hún hefir spurt mig ráða. Viltu gera svo vel og muna, að dóttir mín er sanntrúuð stúlka og alin upp á góðu heimili, sem aldrei hefir verið við nokkurt hneyksli riðið. Og svo ætlar þú að fá hana til þess að eiga þátt í þessu.“ Og nú náði rödd hennar hættulegri hæð. „Það er hræðilegt, þetta,sem mér hefir borizt til eyrna. Vissulega hæfir þér ekki að vera kvæntur stúlku, sem vönd er að virðingu sinni! Og skammast máttu þín. Ég get gert mér í hugarlund, hvað veslings Rowland minn sálugi hefði sagt. Því að það skal ég segja 265 þér, Gomer Vaughan, að í fjörutíu ár var ég gift honum og ekki í eitt einasta skipti var ég neydd til þess að halda svona viðbjóðslega sýn- ingu á mér! Hvernig er það, maður, óttastu ekki reiði guðs, hugsarðu ekki um auga hans, sem yfir öllu vakir og allt sér?“ Gomer sat aðdáanlega þögull undir þessum reiðilestri. Hann stakk þumalfingrunum undir belt- ið, spýtti í eldinn og sagði: „Þú ert hundgamall og þröng- sýnn trúhræsnari, það ertu.“ Frú Hopkins fór að draga and- ann dýpra og þyngra en áður. „Þú móðgar mig og svívirðir! Það vildi ég, að veslings Rowland minn væri kominn hingað! Og að bless- unin hún dóttir mín væri laus og liðug í annað sinn!“ Þá missti Gomer jafnvægið. — Hann sneri sér við og hrópaði: „Haltu þér í skefjum, gamla, öf- undsjúka bikkjan þín! Hvaða skilning hefir þú á hjónabandi ungs fólks nú á dögum? Og samt skiptirðu þér af því! Hugmyndum Blodwen beinir þú inn á rangar brautir. Kona er hún þó, eða hvað? Það er ekkert einstætt eða óheyri- legt, sem ég fór fram á við hana. Það er ekki lengra síðan en í dag, sem ég var sjónarvottur að því sama.“ Frú Hopkins var ekki sein á sér að spyrja: „Hver var það?“ Gomer var svo reiður, að hann gætti sín ekki og svaraði, í því

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.