Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 27
D VÖL mín færir mér, Gomer Vaughan?" byrjaöi hún og réði sér naumast. í þetta skipti var einnig skelfing í svip hennar. Hann tautaði eitthvað, sem vott- aði fyrirlitningu hans og bræði. „Þessi dóttir þín hefir engan rétt til þess að vera eiginkona, Lizzie Hopkins,“ þrumaði hann. „Hleypur til mömmu eins og smátelpa! Og þú getur líka sparað þér það ómak að koma hingað til þess að reka nefið ofan í þetta mál. Nú ferð þú heim til þín og skipar stelpukján- anum, dóttur þinni, að hverfa þeg- ar í stað heim til mannsins, sem hún er gift. Heyrirðu það?“ Og hann sneri snögglega baki við henni. „Mig undrar ekki, þótt þú blygð- ist þín,“ svaraði frú Hopkins og brýndi raustina, „mig undrar það ekki. Þetta er hreint og beint hneyksli, sem Blodwen sagði mér frá áðan. Og hún hefir spurt mig ráða. Viltu gera svo vel og muna, að dóttir mín er sanntrúuð stúlka og alin upp á góðu heimili, sem aldrei hefir verið við nokkurt hneyksli riðið. Og svo ætlar þú að fá hana til þess að eiga þátt í þessu.“ Og nú náði rödd hennar hættulegri hæð. „Það er hræðilegt, þetta,sem mér hefir borizt til eyrna. Vissulega hæfir þér ekki að vera kvæntur stúlku, sem vönd er að virðingu sinni! Og skammast máttu þín. Ég get gert mér í hugarlund, hvað veslings Rowland minn sálugi hefði sagt. Því að það skal ég segja 265 þér, Gomer Vaughan, að í fjörutíu ár var ég gift honum og ekki í eitt einasta skipti var ég neydd til þess að halda svona viðbjóðslega sýn- ingu á mér! Hvernig er það, maður, óttastu ekki reiði guðs, hugsarðu ekki um auga hans, sem yfir öllu vakir og allt sér?“ Gomer sat aðdáanlega þögull undir þessum reiðilestri. Hann stakk þumalfingrunum undir belt- ið, spýtti í eldinn og sagði: „Þú ert hundgamall og þröng- sýnn trúhræsnari, það ertu.“ Frú Hopkins fór að draga and- ann dýpra og þyngra en áður. „Þú móðgar mig og svívirðir! Það vildi ég, að veslings Rowland minn væri kominn hingað! Og að bless- unin hún dóttir mín væri laus og liðug í annað sinn!“ Þá missti Gomer jafnvægið. — Hann sneri sér við og hrópaði: „Haltu þér í skefjum, gamla, öf- undsjúka bikkjan þín! Hvaða skilning hefir þú á hjónabandi ungs fólks nú á dögum? Og samt skiptirðu þér af því! Hugmyndum Blodwen beinir þú inn á rangar brautir. Kona er hún þó, eða hvað? Það er ekkert einstætt eða óheyri- legt, sem ég fór fram á við hana. Það er ekki lengra síðan en í dag, sem ég var sjónarvottur að því sama.“ Frú Hopkins var ekki sein á sér að spyrja: „Hver var það?“ Gomer var svo reiður, að hann gætti sín ekki og svaraði, í því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.