Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 24

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 24
18 DVÖL af þeim rykið, þó að enginn hefði séð þær brosa fyrr. Blómin, sem hún sótti út í garðinn,ilmuðu dásamlega og gluggaplönt- urnar skutu út nýjum, þróttmiklum blöð- um. Hún annaðist þær með nákvæmni. Hin bjarta rödd hennar ómaði um húsið og hún söng fyrir börnin og fólkið. Hún söng um gleði sína og æsku. Það var aðeins húsmóðirin, sem kunni ekki að meta þetta og lét sér fátt um finnast. Dúfa reyndi í fyrstu að nálgast hana með sínum barnslega innileik, en þar brást henni bogalistin, — hin stóð álengdar, myrk og dul. Engin leið að kynn- ast henni, hrífa hana með. Dúfu fannst þetta dálítið ergilegt, en gaf sér engan tíma til að hugsa það nánar. Það virtist heldur engin áhrif hafa á gleði hennar. Til þess var hún of heilbrigð og sterk — og frjáls. En þótt húsmóðirin og ókunna konan ættu ekki skap saman, þá var það allt öðru máli að gegna með húsbóndann. Eng- inn hafði yngst eins áberandi og hann, þær vikur, sem liðnar voru síðan hún kom. Þarna var hann uppi með fugl- um loftsins og var jafnvel farinn að iðka fornar íþróttir, leikfimi og sund. Þegar hún spilaði, söng hann með og hún fékk bækurnar hans að láni. Þau fóru langar gönguferðir í kvöldkyrrðinni og hún fékk reiðhestana hans, þegar hún kærði sig um. Um þetta hefði ýmislegt verið sagt á öðrum bæ, en þegar hér er komið sögu, hafði hin ókunna, grannvaxna kona unnið traust og vináttu heimilis- fólksins; það trúði engu illu um hana. Og húsbóndinn hélt uppteknum hætti, að brosa og gleðjast, og hann hafði ekki fengið sér miðdegislúr í fullar sex vikur. Hann var brúnn og hraustlegur eins og skátastrákur og gekk meir að segja oft í grænum stakk með brúnni reim. í reim- inni hékk myndavél. Nú var sveitin allt í einu orðin svo fögur; hin háu, tignarlegu fjöll og birkikjarrið i hlíðinni, straumlygn áin á leið til sævar, allt þetta var þess vert að geymast á mynd. Einhvern veginn atvikaðist það svo, að Dúfa sást oftast á þessum myndum, stundum sást aðeins annar vanginn á henni, en oftar sat hún beint fyrir, með hvíta hattinn sinn á ská í vanganum, eða berhöfðuð með breitt band um hárið og gaf landslaginu svip og tilverurétt! Þessar myndir voru síðan framkallaðar uppi á skemmulofti. Dúfa átti margar í handtöskunni sinni. Þetta fannst bændunum, sem skófu þúfnakoll- ana, órakaðir, myrkranna á milli, vera illa farið með tímann, en Jón kærði sig koll- óttan um það, sem öðrum fannst. Hann virtist heldur ekki veita því athygli, að konan hans fölnaði og lagði af með degi hverjum, eins og hún hefði ekki matarlyst, og að brjóst hennar voru að verða slöpp, eins og vantaði í þau lifs- máttinn, í vor höfðu þau verið svo stór og fjaðurmögnuð. Nú voru þau heldur ekki elskuð lengur og allir gátu séð muninn. Hann, sem átti að hafa augun opin fyrir þessu, sá ekkert. Hann greiddi sér bara framan við spegilinn og heimtaði hreina skyrtu í hverri viku. Aðalheiður þagði. Hún ætlaði ekki að verða til þess, að vekja óánægju á heim- ilinu. Hún las bænimar yfir börnunum sínum og bað guð að varðveita sig og sína frá öllu illu, þar með taldar freistingar holdsins. Þetta hlaut að lagast, þegar hin færi í haust. En AÖalheiður gerði líka dálítið meira en að biðja. Einnig hún var farin að ganga betur til fara, greiða sér oftar, líta í spegil. Hún trúði því statt og stöðugt, að Kristrún væri lauslætisdrós, sem notaði hvert tæki- færi sem gæfist, til að ná ástum mannsins hennar. Hún gat ekki til þess hugsað. Einn sunnudagsmorgun var hún svo komin með rautt silkiband um höfuðið, hafði fundið það niðri í skúffu. Æ, því mátti hún ekki líka vera fín? En bandið klæddi hana ekki, það gerði hana bros- lega, næstum þvi eins og hnýtt hefði ver- ið slaufu í halann á litla kálfinum. Það var bara Dúfa, sem gat leyft sér alla hluti, líka að ganga í stuttum pilsum, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.