Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 41
D VÖL Þessi þróun járnnámsins í Norr- landi hefir valdið stórfelldum breytingum. Járnbrautirnar voru lagðar um héruð, sem áður voru öbyggð, og þar hafa sprottið upp blómlegir bæir, en þær sveitir, sem Þéttbýlastar voru áður, urðu fyrst í stað útundan um samgöngur. Gellivare og Malmberget eru nú allstórar borgir, en þar voru áður lítil og óásjáleg þorp. Við Kiiruna- vara var engin byggð áður, en nú stendur þar nýtízku borg, sem skipulögð var áður en járnnám hófst í fjallinu. Kiruna er fyrir- nayndarborg, og húsakynni verka- manna eru þar miklu betri en ann- ars staðar í Svíþjóð. Ekkert hefir verið til sparað að gera mönnum úvölina þar nyrðra svo vistlega, sem unnt er. í járnfjallinu ofan við bæinn eru losaðar árlega um 6 miljónir smálesta af járnsteini, sem fluttar eru með rafknúðum lestum til Narvik. Þangað er um 170 km. leið. Rafmagnið, sem lýsir Kiruna, knýr járnbrautarlestirnar og vélar þær, sem notaðar eru við oámagröftinn, er leitt þangað frá Porjusfossum í Luleelfi. Porjus- aflstöðin framleiðir nú 105.000 hestöfl raforku og er önnur stærsta rafstöð Svíþjóðar. Járnsteinninn frá Gellivare og Malmberget er mestmegnis fluttur til Luleá, þótt höfnin þar sé lögð 5 th 6 mánuði ár hvert. Þýzkaland og England kaupa mestan hluta íárnsteinsins, en nokkuð fer einnig til Ameríku og Ástralíu. Nú kynnu 35 einhverjir að spyrja, hvers vegna Svíar vinni ekki sjálfir járn og stál úr öllu þessu járngrýti, en þá er því til að svara, að það er hægt að framleiða ódýrara stál með því að flytja járngrýtið til kolanna en kol- in til járnsteinsins. í Sviþjóð eru engar steinkolanámur, og viðarkol eru dýr, enda lítið hægt að gera af þeim, en án kola verður stálið ekki unnið úr járnsteininum. Það eru engar smáræðis upp- hæðir, sem renna í þjóðarbúið frá járnnámunum í Norrlandi. Til dæmis var áætlað 1927, að ríkið myndi fá í sinn hlut af arði nám- anna frá 1927 til 1947 allt að 500 miljónum króna, en járnsteinninn hefir hækkað svo í verði síðustu ár- in, að þessi upphæð mun allt of lágt reiknuð. Auk þessa bætast svo við verkalaun, lestagjöld og farm- gjöld. En Norrland átti eftir að gera betur. Eins og áður var frá sagt eru þar geysileg skógaflæmi. Skógur- inn var fyrr á öldum svarinn óvin- ur bóndans. Það var erfitt og lítt arðbært verk að brj óta skóglendi til ræktunar, og skógarnir torvelduðu samgöngur manna á milli og ein- öngruðu byggðirnar. Þessir risa- stóru barrskógar, sem voru einskis virði fram á miðja 19. öld til ann- ars en húsaviðar og kolagerðar, urðu þá hin mesta auðlind fyrir landið allt, og skógarhögg varð annar aðalatvinnuvegur Svía.Þessu olli aukin eftirspurn á timbri og lækkaðir tollar í markaðslöndun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.