Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 49

Dvöl - 01.01.1940, Blaðsíða 49
DVÖL 43 ann, á fiskana, sem voru að synda um þveran og endilangan rófna- akur veitingamannsins, og mér fannst það allt saman eðlilegt þá stundina, þótt ég sæi það eftir á, að það sannaði svo prýðisvel, að þetta hlaut einmitt að vera drauga^- skip. Samt sem áður þótti mér það einkennilegt, er ég sá drukknaðan sjómann fljóta fram hjá gluggan- um. Það hafði ég aldrei fyrr séð í Fögruvalla-þorpi. Meðan ég virti fyrir mér undur hafdjúpanna, ræddi klerkurinn við skipherrann. Hann skýrði honum greinilega frá þeirri óreglu, sem orðin væri meðal drauganna í þorp- inu, og þetta stöðuga drykkjusvall meðal þeirra yngri hlyti að spilla þeim eldri og kyrrlátari, ef því héldi áfram. Skipherrann hlustaði með athygli á kvartanir prestsins, og skaut aðeins því inn í, að æskan væri alltaf óstýrilát. En þegar prestur hafði lokið máli sínu, fyllti skipherrann silfurbikarana á ný og hneigði sig með lotningu fyrir klerki. — Mér þætti fyrir því, ef dvöl mín hér yrði ykkur til einhverra vandræða, þar eð mér var tekið jafn vel og raun er á. Hefi ég því ákveðið að létta akkerum annað kvöld, og er það bón mín, að þið herramenn (og hann leit til mín um leið) drekkið með mér ferða- skál. Við stóðum allir á fætur og teyg- uðum í botn, og þetta göfuga romm streymdi um mig allan með þeirri lystisemd, sem í þessum drykk býr. Að því búnu sýndi hann okkur ýmsa skrítna hluti, sem hann átti og hafði náð í á siglingum sínum. Ég man óglöggt hvað það var, sem við sáum, en okkur þótti það mjög merkilegt. En ég man eftir hinu, að þegar við vorum að labba heim á leið, og ég sagði prestinum frá fiskunum og dauða sjómanninum, sem hefðu verið á floti við skipið, þarna á akrinum, þá leit hann á mig mjög alvarlega, og sagði: — Ef ég væri í sporunum þínum, Jón Símonarson, þá færi ég rakleitt heim, og í rúmið. Hann gat sagt hversdagslega hluti, eins og þetta, á sinn hátt, blessaður karlinn, — og ég hlýddi þessu. Jæja, daginn eftir fór að hvessa, og það hvessti æ meir eftir því sem á daginn leið, þangað til um kvöldið um áttaleytið. Þá varð ég var við eitthvert alveg óvenjulegt brauk og braml, og leit út um gluggann minn. Ég trúði varla mín- um eigin augum, og satt að segja á ég bágt með að trúa því ennþá En það var ekki um að villast. Storm- urinn hafði tekið þakið af svína- stíunni minni á ný, og kastaði því yfir í garð ekkjunnar. Ég beið ekki eftir því að heyra, hvað hún myndi segja, heldur rölti rakleitt niður í „Gyllta svínshöfuðið." Stormur- inn feykti mér yfir grasflötina á tánum, eins og stelpu, sem er að dansa stífdans. Veitingamaðurinn varð að hjálpa mér til að loka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.