Dvöl - 01.01.1943, Side 6

Dvöl - 01.01.1943, Side 6
4 DVÖL aöartrausti og hélt áfram við ræð- una. „Þú gleymir alveg morgunmatn- um, pabbi,“ sagði ung stúlka, sem stakk glóbjörtum kollinum inn úr dyrunum. „Já, það er alveg satt, Rebekka. Ég er klukkutíma of seinn,“ sagði faðirinn og fór strax inn í stofuna. Faðir og dóttir settust nú að snæðingi. Ansgar réð sér alltaf sjálfur á laugardögum, því að þá var presturinn að semja ræðuna. Það er erfitt að hugsa sér tvær manneskjur, sem væru samrímd- ari eða lifðu í innilegri vináttu, en prestinn og hina átján ára gömlu dóttur hans. Hún hafði alizt upp móðurlaus, en hið ljúfa og hóg- væra viðmót föður hennar var svo móðurlegt, að ungu stúlkunni, sem rétt aðeins minntist hins bleika en brosandi andlits móður sinnar, varð missirinn fremur angurvær sorg en bitur söknuður. Og í aug- um föður síns fyllti hún smátt og smátt, er hún óx upp, hið auða rúm, sem myndazt hafði við dauða eiginkonunnar. Þessa ungu stúlku, sem óx þarna hjá honum, vafði hann allri sinni ástúð, viðkvæmri af sorg og söknuði, og sársauki hans mildaðist smám saman, og friður ríkti í sál hans. Þannig varð hann henni bæði faðir og móðir. Og hann kenndi henni að þekkja lífið út frá sínum þröngu og hreinu sjónarmiðum. Það varð æðsta hlutverk lífs hans að vernda og verja hið óspillta eðli hennar geg;n seyrni lífsins, — öllu hviklyndinu og umrótinu, sem gerir heiminn svo ruglaðan og svo hættulegan og erfiðan viðskiptis. Þegar þau stóðu saman á hæð- inni fyrir ofan bæinn og horfðu yfir hafið, úfið og æðandi, sagði hann: „Sjáðu, Rebekka. Svona er lífið, — lífiö, þar sem börn heims- ins velkjast, þar sem öldur ó- hreinna hvata hrekja hin veik- byggðu för, sem fyrr eða síðar steyta á skerjum, og brakið þekur ströndina. Aðeins sá, sem reisir sterkan varnarmúr um hreint hjarta, getur boðið storminum byrginn — og ólögin munu brotna að fótum hans og fjara út.“ Rebekka hallaðist að föður sín- um og fann þar öryggi og traust. Allt var svo ljóst, sem hann sagði, og það ljómaði eins og ljós, er lýsti fram á leið, þegar hún hugsaöi um lífið. Öllum spurningum gat hann svarað — ekkert var skilningi hans ofvaxið, eða of ómerkilegt til svara. Þau sögðu hvort öðru hug sinn eins og beztu systkin. En þó var eitt undanskilið þess- um trúnaði þeirra. Um alla aðra hluti gat hún rætt við föður sinn. En um þetta varö hún að gera undantekningu, ganga framhjá því — en komst það þó aldrei. Hún þekkti hina miklu sorg föð- ur síns: hvílíka hamingju hann hafði átt — en misst. Með inni- legri samúð fylgdi hún örlögum allra elskenda í bókum, sem hún las upphátt á kvöldvökunum. í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.