Dvöl - 01.01.1943, Side 7

Dvöl - 01.01.1943, Side 7
DVÖL hjarta sínu vissi hún, að ástin er það afl, sem veitir mesta ham- ingju og veldur dýpstum harmi. En í tengslum við ástina var eitthvað hræðilegt, sem hún ekki skildi. Henni fannst stundum eins og skuggalegar verur væru á svgimi um Paradís ástarinnar — siðlaus- ar og óskammfeilnar verur. Við hlið ástarinnar — hins heilaga orðs — var stundum nefnd versta svívirðing og dýpsta eymd. Og stundum skeðu atburðir meðal fólks, sem hún þekkti — atburðir, sem hún gat ekki einu sinni hugs- að um. Og þegar faðir hennar tal- aði ströngum umvöndunarorðum um spillingu siðgæðisins, varð hún feimin við að líta framan í hann langa stund á eftir. Hann tók eftir því og gladdist yfir því. Svona hrein og skær hafði hún vaxið upp í umsjá hans. Svo fjarri hafði honum tekizt að halda öllu, sem truflaði hennar barnslega sakleysi, að sál hennar var eins og skínandi perla, sem ekkert gróm náði að festast við. Bara að hann gæti nú varðveitt hana þannig framvegis. Svo lengi sem hann gæti sjálfur vakað yfir velferð hennar, skyldi ekkert illt komast að. Og ef hann yrði kallaöur burt, hafði hann þó brynjað hana gegn lífinu, og það mundi duga henni á örlagastund. Og örlagastundin hlaut að koma. Hann horfði á hana með tilliti, sem hún skildi ekki og sagði af ■5 sinni miklu trú: „Já, já, — allt er í herrans höndum.“ „Máttu ekki vera að því að ganga svolítið úti með mér í dag, pabbi?“ spurði Rebekka, þegar þau risu upp frá borðum. „Já, það er alveg satt. Ég hefði áreiðanlega gott af því. Veðrið er ágætt, og ég hefi verið svo dugleg- ur í morgun, að ræðan er nærri búin.“ Þau gengu út á stéttina framan við dyrnar, sem vissu að útihús- um prestssetursins. Það var sér- kennilegt við prestssetrið, að þjóð- vegurinn til borgarinnar lá gegn- um húsagarðinn. Prestinum var reyndar ekkert um þetta gefið, því að hann óskaði eftir kyrrð fremur öllu öðru, og þó að þetta hérað væri nokkuð afskekkt, fylgdi veg- inum ætíð nokkur erill og hávaði. En Ansgar litli leit öðru vísi á. Honum varð þessi litla umferð mikill fagnaðarauki og sífelld uppspretta skemmtilegra atyika. Meðan faðir og dóttir stóðu á dyrahellunni og ráðguðust um, hvort þau ættu heldur að fara nið- ur á ströndina eða ganga spölkorn eftir veginum, kom litli riddarinn allt í einu á harðaspretti inn í garðinn. Hann var rjóður og laf- móður, og Bukafalus var óður af fjöri. Riddarinn stöðvaði hestinn ' beint fram af dyrunum með snöggu taumtaki, svo skyndilega, að djúp rák markaðist í sandinn, „Þeir koma! Þeir koma!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.