Dvöl - 01.01.1943, Síða 11
D VÖI.
aö hlæja að undrunarópum þess
og spurningum um alla hluti, sem
það sá.
En smátt og smátt fór feimnin
af henni, og hún varð örugg í
hópi þessa góðviljaða fólks. Yngsta
dóttir ræðismannsins tók utan um
hana og þær gengu samsíöa, og þá
fauk síðasti snefillinn af tor-
tryggni Rebekku út í veður og
vind, og hún hló líka og talaði létt
og óþvingað eins og hin. Hún tók
ekkert eftir því, að ungu menn-
irnir — og þó sérstaklega Max —
veittu henni nána athygli, og það,
sem þeir sögðu við hana, fór fram-
hjá henni eins og flest annað,
sem talað var.
Um stund léku þau sér að því að
elta bylgjurnar í útfirinu og láta
síðan nýju öldurnar elta sig upp
í sandinum. Hvílík kæti, þegar alda
náði einhverjum, og þegar stór
alda flæddi óvenju langt upp í
sandinn, lagði allur hópurinn æp-
andi á flótta.
„Sko — mamma heldur, að við
komum of seint á dansleikinn,“
hrópaði elzta dóttirin allt í einu,
og þá tók fólkiö eftir því, að frúin,
ræðismaöurinn og presturinn stóðu
eins og þrjár vindmyllur á hæðinni
fyrir ofan og veifuðu til þeirra
vasaklútum.
Nú lagði allur hópurinn af stað
heim. Rebekka vísaði þeim leið
beint yfir mýrarsundið, af því að
húp athugaöi ekki, að kaupstaðar-
stúlkurnar gátu ekki hoppað milli
þúfnanna eins og hún var vön að
9
gera. Elzta dóttirin gat ekki stokk-
ið nógu langt og lenti í keldu.
Hún skrækti og hrópaði á hjálp —
með augun fest á Max.
„Hinrik!“ kallaði Max til Hart-
wigs yngra, „viltu ekki hjálpa
henni systur þinni?“
En ungfrú Friðrika hjálpaði sér
þá sjálf, og fólkiö hélt áfram
heimleiðis.
í garðinum — sunnan undir
húsinu — hafði verið lagt á borð,
og þó að vorið væri ennþá ungt,
var þar helzt til heitt. Þegar allir
voru setztir, leit frúin rannsak-
andi yfir borðið.
„En mér finnst eitthvað vanta.
Mig minnir endilega að vinnu-
konan byggi niður steiktan orra í
morgun. Var það ekki, Friðrika
mín?“
„En mamma! Þú veizt þó, að ég
skipti mér aldrei af matreiðsl-
unni“, svaraði dóttirin.
Rebekka leit á föður sinn, síðan
á Max, og presturinn varð svo iðr-
unarfullur á svipinn, að jafnvel
Ansgar gat lesið sökina á andliti
hans.
„Nei, því get ég ekki trúað“ —
byrjaöi frúin — „að þér — prest-
urinn — séuð meö í þessum leik“.
En þá fór hann að hlæja og ját-
aði sök sína, en drengirnir drógu
böggulinn undan kápunni, sigri
hrósandi. Gleðin jókst, og ræðis-
maðurinn varð hrifinn af því, að
presturinn skyldi geta tekið þátt
í gamni, og presturinn sjálfur var