Dvöl - 01.01.1943, Side 12

Dvöl - 01.01.1943, Side 12
10 DVOI. kátari en hann hafði verið í mörg ár. Einhver sagði, að þótt borð- haldið væri með fullkomnum sveitabrag, væru réttirnir nokkuð borgaralegir. „í sveitamáltíð á ævinlega að vera súrmjólk". Rebekka reis þegar á fætur og sagðist ætla að sækja hana, og fór þegar af stað án þess að hlusta á mótbárur frúarinnar. „Ég skal hjálpa yður, ungfrú“, kallaði Max og hljóp á eftir henni. „Þetta er röskur maður“, sagði presturinn. „Já, finnst yður það ekki“, sagði ræðismaðurinn, „og þar að auki mjög efnilegur verzlunarmaður. Hann hefir dvalið mörg ár í út- löndum, og nú er hann farinn að starfa í verzlunarfélagi föður síns“. „Hann er nú líklega dálítið hviklyndur,“ sagði frúin. „Já, það er hann víst áreiðan- lega“, andvarpaði ungfrú Frið- rika. Ungi maðurinn elti Rebekku gegnum stofurnar og inn í búrið. Henni var í rauninni ekkert um það gefið, þótt hún væri hreykin af búri sínu. En hann gerði að gamni sínu og hló svo létt, að hún varð að hlæja líka. En þegar hún ætlaði að taka mjólkurskál ofan af hárri hillu og rétti sig eftir henni, sagði Max: „Nei, nei, ungfrú, þetta er of hátt. Ég skal ná henni“, og um leið lagði hann hönd sína á handlegg henn- ar. Rebekka dró að sér hendina í flýti. Hún fann, að hún roðnaði, og henni fannst næstum, að hún yrði að gráta. Þá sagði hann rólegur og alvar- lega og leit niður: „Fyrirgefið ungfrú. — Framkoma mín er ónærgætin gagnvart stúlku eins og yður — ég veit það. Mér mundi falla það illa, ef þér álituð mig aðeins léttúðugan gleiðgosa, þótt ég virðist kannske vera það. Marg- ir menn verða að leyna mótlæti sínu með uppgerðu léttlyndi. Þeir verða stundum að hlæja til þess að gráta ekki“. Um leið og hann sagði síðustu orðin, leit hann upp. Augnaráð hans var svo blítt og auðmjúkt, að Rebekku fannst hún hafa verið vond við hann. Hún var því alvön að taka ílát ofan af þessari hillu, og hafði ekki tekið eftir því, að það væri erfitt, en þegar hún rétti sig eftir skálinni í annað sinn, lét hún handlegginn síga aftur og sagði: „Nei — þetta er of hátt“. Þá brosti hann ofurlítið og tók skálina ofan af hillunni og bar hana inn. Hún gekk á undan og opnaði fyrir hann, og í hvert sinn, sem hann gekk framhjá henni, athugaði hún hann nákvæmlega. Hálslínið, trefillinn, jakkinn — allt var það öðru vísi en klæöi föður hennar, og frá honum lagði einkennilegan ilm, sem hún þekkti ekki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.