Dvöl - 01.01.1943, Page 12
10
DVOI.
kátari en hann hafði verið í
mörg ár.
Einhver sagði, að þótt borð-
haldið væri með fullkomnum
sveitabrag, væru réttirnir nokkuð
borgaralegir. „í sveitamáltíð á
ævinlega að vera súrmjólk".
Rebekka reis þegar á fætur og
sagðist ætla að sækja hana, og
fór þegar af stað án þess að hlusta
á mótbárur frúarinnar.
„Ég skal hjálpa yður, ungfrú“,
kallaði Max og hljóp á eftir henni.
„Þetta er röskur maður“, sagði
presturinn.
„Já, finnst yður það ekki“, sagði
ræðismaðurinn, „og þar að auki
mjög efnilegur verzlunarmaður.
Hann hefir dvalið mörg ár í út-
löndum, og nú er hann farinn að
starfa í verzlunarfélagi föður
síns“.
„Hann er nú líklega dálítið
hviklyndur,“ sagði frúin.
„Já, það er hann víst áreiðan-
lega“, andvarpaði ungfrú Frið-
rika.
Ungi maðurinn elti Rebekku
gegnum stofurnar og inn í búrið.
Henni var í rauninni ekkert um
það gefið, þótt hún væri hreykin
af búri sínu. En hann gerði að
gamni sínu og hló svo létt, að hún
varð að hlæja líka.
En þegar hún ætlaði að taka
mjólkurskál ofan af hárri hillu og
rétti sig eftir henni, sagði Max:
„Nei, nei, ungfrú, þetta er of hátt.
Ég skal ná henni“, og um leið lagði
hann hönd sína á handlegg henn-
ar.
Rebekka dró að sér hendina í
flýti. Hún fann, að hún roðnaði,
og henni fannst næstum, að hún
yrði að gráta.
Þá sagði hann rólegur og alvar-
lega og leit niður: „Fyrirgefið
ungfrú. — Framkoma mín er
ónærgætin gagnvart stúlku eins
og yður — ég veit það. Mér mundi
falla það illa, ef þér álituð mig
aðeins léttúðugan gleiðgosa, þótt
ég virðist kannske vera það. Marg-
ir menn verða að leyna mótlæti
sínu með uppgerðu léttlyndi. Þeir
verða stundum að hlæja til þess
að gráta ekki“.
Um leið og hann sagði síðustu
orðin, leit hann upp. Augnaráð
hans var svo blítt og auðmjúkt, að
Rebekku fannst hún hafa verið
vond við hann. Hún var því alvön
að taka ílát ofan af þessari hillu,
og hafði ekki tekið eftir því, að
það væri erfitt, en þegar hún rétti
sig eftir skálinni í annað sinn,
lét hún handlegginn síga aftur og
sagði: „Nei — þetta er of hátt“.
Þá brosti hann ofurlítið og tók
skálina ofan af hillunni og bar
hana inn. Hún gekk á undan og
opnaði fyrir hann, og í hvert sinn,
sem hann gekk framhjá henni,
athugaði hún hann nákvæmlega.
Hálslínið, trefillinn, jakkinn —
allt var það öðru vísi en klæöi
föður hennar, og frá honum lagði
einkennilegan ilm, sem hún þekkti
ekki.