Dvöl - 01.01.1943, Side 13
11
D VÖL
Þegar þau komu að útidyrunum,
stanzaði hann og leit upp með
þunglyndisbrosi og sagði: „Ég
verð nú að stanza augnablik og
setja upp kátínusvipinn, svo að
engan gruni neitt“.
Síðan gekk hann út og sagði
eitthvert gamanyrði við fólkið, og
hún heyrði, að það svaraði og hló
— en sjálf stóð hún eftir inni í
forstofunni.
Vesalings ungi maðurinn. En
hvað hún kenndi í brjósti um
hann. En hvað það var merkilegt,
að hann skyldi einmitt trúa henni
einni fyrir þessu. Hvaða sorg skyldi
það vera, sem þjakaði hann?
Ætli hann hafi líka misst móður
sína? — Eða var það eitthvað ann-
að ennþá þungbærara? Hana
langaði svo til þess að hjálpa hon-
um á einhvern hátt.
Þegar Rebekka kom út litlu síð-
ar, var hann aftur orðinn glað-
astur af öllum. Aðeins einu sinni,
er hann leit á hana, sýndist henni
bregða fyrir þunglyndi í augum
hans, og það skar hana í hjartað
að heyra hann hlæja hátt í sama
andartaki.
Að lokum ætlúðu gestirnir að
leggja af stað.
Þeir kvöddu hjartanlega. En
meöan verið var að ganga frá því
síðasta, og fólkið var í óða önn
aö koma sér fyrir í vögnunum,
læddist Rebekka inn í húsið og út
um bakdyrnar og gekk upp að
Kóngshaugi. Þar settist hún í
skjóli trjánna, þar sem fjólurnar
uxu, og reyndi að ná valdi yfir
hugsunum sínum.
„En fjólurnar — Lintzow", hróp-
aði ungfrú Friðrika, sem þegar
var setzt í sæti sitt.
Ungi maðurinn hafði einmitt
verið að leita að heimasætunni,
en ekki fundið hana. Hann svaraði
því stutt: „Ég er hræddur um, að'
of seint sé að ná í þær nú“.
En allt í einu virtist honum
detta eitthvað í hug. „Heyrið þér,
frú Hartwig. Viljið þér bíða eftir
mér í tvær mínútur, meðan ég
sæki blómvönd handa ungfrú
Friðriku?“
Rebekka heyrði einhvern nálg-
ast hröðum skrefum, og hún fann
þaö á sér, að það gat enginn ann-
ar verið en hann.
„Ungfrú, — eruö þér hér? — Ég
kom til þess að' slíta upp fjólurnar
yðar“.
Hún sneri sér undan og byrjaði
að tína blómin.
„Ætlið þér að tína blóm handa
mér?“ spurði hann varlega.
„Eiga þau ekki að vera handa
ungfrú Friðriku?“
„Æ-i nei, gefið mér þau“, bað
hann og kraup viö hlið hennar.
Rómurinn var biðjandi og bljúgur
eins og í barni.
Þá rétti hún honum fjólurnar,
án þess að líta upp. Hann greip
utan um hana og dró hana að
sér. Hún veitti enga mótspyrnu, en
lokaði augunum og andaði þungt.
Svo fann hún, að hann kyssti
hana — einu sinni, mörgum sinn-