Dvöl - 01.01.1943, Page 13

Dvöl - 01.01.1943, Page 13
11 D VÖL Þegar þau komu að útidyrunum, stanzaði hann og leit upp með þunglyndisbrosi og sagði: „Ég verð nú að stanza augnablik og setja upp kátínusvipinn, svo að engan gruni neitt“. Síðan gekk hann út og sagði eitthvert gamanyrði við fólkið, og hún heyrði, að það svaraði og hló — en sjálf stóð hún eftir inni í forstofunni. Vesalings ungi maðurinn. En hvað hún kenndi í brjósti um hann. En hvað það var merkilegt, að hann skyldi einmitt trúa henni einni fyrir þessu. Hvaða sorg skyldi það vera, sem þjakaði hann? Ætli hann hafi líka misst móður sína? — Eða var það eitthvað ann- að ennþá þungbærara? Hana langaði svo til þess að hjálpa hon- um á einhvern hátt. Þegar Rebekka kom út litlu síð- ar, var hann aftur orðinn glað- astur af öllum. Aðeins einu sinni, er hann leit á hana, sýndist henni bregða fyrir þunglyndi í augum hans, og það skar hana í hjartað að heyra hann hlæja hátt í sama andartaki. Að lokum ætlúðu gestirnir að leggja af stað. Þeir kvöddu hjartanlega. En meöan verið var að ganga frá því síðasta, og fólkið var í óða önn aö koma sér fyrir í vögnunum, læddist Rebekka inn í húsið og út um bakdyrnar og gekk upp að Kóngshaugi. Þar settist hún í skjóli trjánna, þar sem fjólurnar uxu, og reyndi að ná valdi yfir hugsunum sínum. „En fjólurnar — Lintzow", hróp- aði ungfrú Friðrika, sem þegar var setzt í sæti sitt. Ungi maðurinn hafði einmitt verið að leita að heimasætunni, en ekki fundið hana. Hann svaraði því stutt: „Ég er hræddur um, að' of seint sé að ná í þær nú“. En allt í einu virtist honum detta eitthvað í hug. „Heyrið þér, frú Hartwig. Viljið þér bíða eftir mér í tvær mínútur, meðan ég sæki blómvönd handa ungfrú Friðriku?“ Rebekka heyrði einhvern nálg- ast hröðum skrefum, og hún fann þaö á sér, að það gat enginn ann- ar verið en hann. „Ungfrú, — eruö þér hér? — Ég kom til þess að' slíta upp fjólurnar yðar“. Hún sneri sér undan og byrjaði að tína blómin. „Ætlið þér að tína blóm handa mér?“ spurði hann varlega. „Eiga þau ekki að vera handa ungfrú Friðriku?“ „Æ-i nei, gefið mér þau“, bað hann og kraup viö hlið hennar. Rómurinn var biðjandi og bljúgur eins og í barni. Þá rétti hún honum fjólurnar, án þess að líta upp. Hann greip utan um hana og dró hana að sér. Hún veitti enga mótspyrnu, en lokaði augunum og andaði þungt. Svo fann hún, að hann kyssti hana — einu sinni, mörgum sinn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.