Dvöl - 01.01.1943, Síða 17
D VÖL
15
tvær pjáturfallbyssur. Sjálfur
horfði hann yfir herinn af stampi,
sem hvolfdi þar hjá, og sá að ís-
inn lét smátt og smátt undan og
allur herinn fór í kaf. Þá æpti
hann siguróp og veifaði húfunni.
„Af hverju hróparðu svona?“
spurði presturinn, sem gekk yfir
garðinn í þessu.
„Þetta var orrustan við Auster-
litz“, svaraði Ansgar fullur af
fögnuði.
Faðirinn hélt áfram göngu sinni,
en andvarpaði þungan. Hann skildi
ekki börnin sín.
Rebekka sat á bekk undir trján-
um í garðinum og naut sólskins-
ins. Hún horfði út yfir lyngflák-
ana, sem nú skörtuðu dökkbláum
blómum, en akrar og engi höfðu
þegar hjúpazt fölva haustsins.
Vepjurnar söfnuðust þegjandi í
hópa og æfðu flugið undir lang-
ferðina, og fararsnið var komið á
flesta strandfuglana. Jafnvel læ-
virkinn var þögull og leitaði sér
að ferðafélögum. En máfarnir
gengu rólegir fram og aftur um
fjöruna í virðulegri reisn; — það
voru ekki fardagar hjá þeim.
Nú var kyrrt og hljótt og loftið
þungt og mistrað. Litir og hljóm-
ar dofna, er líður að vetri, og það
fannst Rebekku friðandi. Hún var
þreytt, og hinn langi og dimmi
vetur mundi færa henni frið og
ró. Hún fann, að veturinn hennar
mundi verða lengri en allra ann-
arra, og var þó strax farin að kvíða
fyrir vorinu.
Þá mundi allt rísa af dvala
vetrarins: Fuglarnir koma aftur
og syngja dýrðaróð um hið nýja
sumar, með nýjum rómi, og uppi
á Kóngshaugi mundu fjólurnar
hennar mömmu hennar blómgast
og blána á ný.
Þar hafði hann tekið hana í
faðm sinn og kysst hana mörgum,
mörgum sinnum.
Tvæi* vísur
Griðkona ein datt í brunn. Var
kalt í veðri. Nötruðu í henni
tennurnar, er hún kom í skála og
sagði farir sínar ekki sléttar.
Rögnvaldur jarl kali orti þá vísu
í orðastað griðkonu:
Dúsið ér, en Ása
a-ta-ta-ta liggur í vatni.
Hu-tu-tu-tu hvar skal ég sitja,
heldr er mér kalt, við eldinn?
Önnur vísa, níu öldum yngri, ort
af einu hinna yngstu skálda ís-
lendinga, er lá einmana í tjaldi
sínu í suddaveðri, er ekki alls ó-
lík kveðlingi jarlsins. Hún er svo-
látandi:
Kvenmannslaus í kulda og trekki
kúri ég volandi.
Þetta er ekki — ekki — ekki
— ekki þolandi.