Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 17
D VÖL 15 tvær pjáturfallbyssur. Sjálfur horfði hann yfir herinn af stampi, sem hvolfdi þar hjá, og sá að ís- inn lét smátt og smátt undan og allur herinn fór í kaf. Þá æpti hann siguróp og veifaði húfunni. „Af hverju hróparðu svona?“ spurði presturinn, sem gekk yfir garðinn í þessu. „Þetta var orrustan við Auster- litz“, svaraði Ansgar fullur af fögnuði. Faðirinn hélt áfram göngu sinni, en andvarpaði þungan. Hann skildi ekki börnin sín. Rebekka sat á bekk undir trján- um í garðinum og naut sólskins- ins. Hún horfði út yfir lyngflák- ana, sem nú skörtuðu dökkbláum blómum, en akrar og engi höfðu þegar hjúpazt fölva haustsins. Vepjurnar söfnuðust þegjandi í hópa og æfðu flugið undir lang- ferðina, og fararsnið var komið á flesta strandfuglana. Jafnvel læ- virkinn var þögull og leitaði sér að ferðafélögum. En máfarnir gengu rólegir fram og aftur um fjöruna í virðulegri reisn; — það voru ekki fardagar hjá þeim. Nú var kyrrt og hljótt og loftið þungt og mistrað. Litir og hljóm- ar dofna, er líður að vetri, og það fannst Rebekku friðandi. Hún var þreytt, og hinn langi og dimmi vetur mundi færa henni frið og ró. Hún fann, að veturinn hennar mundi verða lengri en allra ann- arra, og var þó strax farin að kvíða fyrir vorinu. Þá mundi allt rísa af dvala vetrarins: Fuglarnir koma aftur og syngja dýrðaróð um hið nýja sumar, með nýjum rómi, og uppi á Kóngshaugi mundu fjólurnar hennar mömmu hennar blómgast og blána á ný. Þar hafði hann tekið hana í faðm sinn og kysst hana mörgum, mörgum sinnum. Tvæi* vísur Griðkona ein datt í brunn. Var kalt í veðri. Nötruðu í henni tennurnar, er hún kom í skála og sagði farir sínar ekki sléttar. Rögnvaldur jarl kali orti þá vísu í orðastað griðkonu: Dúsið ér, en Ása a-ta-ta-ta liggur í vatni. Hu-tu-tu-tu hvar skal ég sitja, heldr er mér kalt, við eldinn? Önnur vísa, níu öldum yngri, ort af einu hinna yngstu skálda ís- lendinga, er lá einmana í tjaldi sínu í suddaveðri, er ekki alls ó- lík kveðlingi jarlsins. Hún er svo- látandi: Kvenmannslaus í kulda og trekki kúri ég volandi. Þetta er ekki — ekki — ekki — ekki þolandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.