Dvöl - 01.01.1943, Side 21
DVÖL
lð
Svo, voru þessi elskulegu hjón
samrýnd, að hann gat ekki hugsað
sér að segja frá þætti úr embætt-
isrekstri sínum, án þess að hún
hjálpaði til.
Pékkstu hana til að taka aftur
játningu sína og koma sér undan
refsingu? Mér skildist aðal-á-
hyggjuefni þitt vera, að glæpa-
kvendið yrði að taka út hegningu.
■Þú ert víst nokkuð sérkennilegur
lagavörður. Ég hélt, að þið ættuð
að vera á veiðum fyrir réttvísina
og sleppa engri bráð. Er þetta ein-
hver mannúðarstefna?
Réttvísin hefir, samkvæmt eðli
sinu, eitt takmark, og það er rétt-
læti, kenndi hann. Henni er jafn
skylt að efast um játningu og
neitun sakbornings, unz rökin
hafa staðfest hana. Það hefði
verið réttarglæpur að dæma þessa
konu seka. Það var augljóst, að
ástæða hennar var ekki nógu sterk
til aö knýja hana til þessa ráðs,
°g svo var hitt atriðið: hvar
hafði hún fengiö eitrið? Það kom
eiginlega öllu upp. Ég skal játa,
að ég viðhafði ofurlítil brögð til
að komast fyrir sannleikann, og
það var konan min, sem fram-
kvæmdi þau. Segðu frá, góða. •
Frúin tók til máls. Ég brosti í
laumi að gestgjöfum mínum, en
varð þó að viðurkenna, að frá-
sagnaraðferð þeirra vakti hjá mér
bieiri áhuga á málinu.
Ekkjan neitaði að segja, hvar
hún hefði fengið eitrið, og til þess
að ekki félli grunur á lyfsalana,
kvaðst hún hafa fengið það á
ferðalagi. En þú komst henni í
mótsögn við sjálfa sig. Frúin leit
aðdáunaraugum til hins mikla
lögreglumanns.
Já, ég spurði hana, hvenær hún
hefði tekið þá ákvörðun að fremja
glæpinn, og hún svaraði, að það
hefði hún gert sama daginn og
hún framkvæmdi hann. Þá sýndi
ég henni fram á, að hún hefði ekki
getað aflað sér eitursins á ferða-
lagi, því að vitanlegt væri, að húii
hefði ekki farið neitt úr þorpinu
í heilt ár.
Hverju svaraöi hún?
Fyrst, að hugmyndin hefði gert
vart við sig fyrir löngu síðan, aö
hún hefði upphaflega ætlað eitrið
handa sjálfri sér. Framburður
hennar var allur mjög losaralegur,
óhugsaöur og sýnilega ósannur.
Þá tókst ég á hendur að veiða
lyfsalana, sagði frúin brosandi. Ég
þóttist viss um, að gamli lyfsalinn
segði satt, en vantreysti aðstoðar-
manni hans. Ég hafði þó enga sér-
staka ástæðu til þess, þetta er
prýðisdrengur og góðkunningi
okkar.
Auðvitað, hvæsti ég, þetta hyski,
sem lýgur því á sjálft sig, að það
hafi drepið mann, eða selur eitur
til hvers sem vera skal, án lyfseð-
ils, ætti að reyna að verða góð-
kunningjar mínir. Ég bið fyrir því.
Frúin brosti þolinmóð. Ég talaði
við manninn, sagði hún, og lét í
veðri vaka, að ekkjan mundi verða
dæmd fyrir morð, af því að ekki