Dvöl - 01.01.1943, Page 28

Dvöl - 01.01.1943, Page 28
26 flytti úr fornfálega kotbænum, þar sem forfeður hans höfðu búið í tvö hundruð ár, og settist að i markaðsbænum, því að, útlistaði hún, þar mundi flutningavinna hans aukast, ef hann að auki fengi sér bíl. En hann lét sér nægja að flytja fyrir sveitunga sína, og hann fann sig bundinn sterkum böndum við kotbæinn, þar sem ilmur bernskudaganna lék um vit hans. Þau voru búin að vera heit- bundin í fimm ár, höfðu reikað um skóginn nálega ávallt ósátt eins og illir andar, sem ekki geta skilizt að. Foreldrar hennar voru dánir, og hún var mjaltakona á búgarði í nágrenninu. Hann hafði séð Selwyn fisksala stara á hana græðgisfullum drykkjumannsaug- unum, þar sem hún var á gangi í bænum, með hvelfdan barminn, sem minnti á körfu fulla af. ferskj- um. En það kom flatt upp á hann að finna, að í þetta sinn var hót- un hennar engin uppgerð. Hún giftist fisksalanum, og þau fóru að búa yfir búðinni hans í bænum, sem heiðblá, niðandi áin skipti í tvo hluta. Þar voru frægar kast- alarústir og kvikmyndasýningar þrjú kvöld í viku. Á brúðkaups- degi sínum fór hún framhjá kot- bæ Dans á leiðinni til bæjarins, nitjandi á vagnskrifli, og hafði aleigu sína meðferðis. Og þó að hún sæi hann bak við glugga- tjöldin, ylgdan á brún, þá brá svo DVÖL undarlega við, að hún hvorki hreytti til hans ónotum né heimt- aði af honum ísaumuðu ábreiðuna, sem hún hafði unnið að í marga mánuði. Hún lét einungis skína í fallegu tennurnar. Hún var í fjólu- bláum kjól og koti utan yfir, hnakkakert og drembilegri en hún átti vanda til. Um kvöldið sneri Dan eina af feitustu hænunum úr hálsliðnum, reytti hana og steikti yfir arninum og stýfði hana úr hnefa. Fimm lítrar af bjór runnu niður kverkar hans. Þegar hann var orðinn hreif- ur, tók hann að syngja gamlar rustalegar háðvísur um kvenfólkið í daufu skini kertaljóssins. Eitt eða tvö fyrstu hjúskaparár sín bar hún sig eins og drottning í markaðsbænum. Hún, sem áður hafði aðeins haft af baðmullar- fatnaði að segja, klæddist nú silki og gerðist skartkona. En innan tíð- ar tók hár hennar að upplitast og lafa í hirðuleysislegum flókum niður á magrar kinnarnar. Hjú- skapurinn uppi yfir fiskbúðinni gekk á tréfótum. Selwyn, sem allt- af var með slapandi neðri vörina eins og smádrengur, hafði vart meira vit í kollinum en uppþorn- aða kópsíldin í fiskbúðinni hans. Og hann gat ekki fundið tilver- unni neitt til gildis, nema þegar hann skrapp í krána hinum meg- in við götuna og fékk sér viskýtár. En ef til vill hefir skortur á sam- lyndi á heimilinu fjölgað ferðum hans yfir götuna, með þeim af-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.