Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 28
26
flytti úr fornfálega kotbænum,
þar sem forfeður hans höfðu búið
í tvö hundruð ár, og settist að i
markaðsbænum, því að, útlistaði
hún, þar mundi flutningavinna
hans aukast, ef hann að auki
fengi sér bíl. En hann lét sér
nægja að flytja fyrir sveitunga
sína, og hann fann sig bundinn
sterkum böndum við kotbæinn,
þar sem ilmur bernskudaganna
lék um vit hans.
Þau voru búin að vera heit-
bundin í fimm ár, höfðu reikað
um skóginn nálega ávallt ósátt
eins og illir andar, sem ekki geta
skilizt að. Foreldrar hennar voru
dánir, og hún var mjaltakona á
búgarði í nágrenninu. Hann hafði
séð Selwyn fisksala stara á hana
græðgisfullum drykkjumannsaug-
unum, þar sem hún var á gangi í
bænum, með hvelfdan barminn,
sem minnti á körfu fulla af. ferskj-
um.
En það kom flatt upp á hann
að finna, að í þetta sinn var hót-
un hennar engin uppgerð. Hún
giftist fisksalanum, og þau fóru
að búa yfir búðinni hans í bænum,
sem heiðblá, niðandi áin skipti í
tvo hluta. Þar voru frægar kast-
alarústir og kvikmyndasýningar
þrjú kvöld í viku. Á brúðkaups-
degi sínum fór hún framhjá kot-
bæ Dans á leiðinni til bæjarins,
nitjandi á vagnskrifli, og hafði
aleigu sína meðferðis. Og þó að
hún sæi hann bak við glugga-
tjöldin, ylgdan á brún, þá brá svo
DVÖL
undarlega við, að hún hvorki
hreytti til hans ónotum né heimt-
aði af honum ísaumuðu ábreiðuna,
sem hún hafði unnið að í marga
mánuði. Hún lét einungis skína í
fallegu tennurnar. Hún var í fjólu-
bláum kjól og koti utan yfir,
hnakkakert og drembilegri en hún
átti vanda til.
Um kvöldið sneri Dan eina af
feitustu hænunum úr hálsliðnum,
reytti hana og steikti yfir arninum
og stýfði hana úr hnefa. Fimm
lítrar af bjór runnu niður kverkar
hans. Þegar hann var orðinn hreif-
ur, tók hann að syngja gamlar
rustalegar háðvísur um kvenfólkið
í daufu skini kertaljóssins.
Eitt eða tvö fyrstu hjúskaparár
sín bar hún sig eins og drottning
í markaðsbænum. Hún, sem áður
hafði aðeins haft af baðmullar-
fatnaði að segja, klæddist nú silki
og gerðist skartkona. En innan tíð-
ar tók hár hennar að upplitast og
lafa í hirðuleysislegum flókum
niður á magrar kinnarnar. Hjú-
skapurinn uppi yfir fiskbúðinni
gekk á tréfótum. Selwyn, sem allt-
af var með slapandi neðri vörina
eins og smádrengur, hafði vart
meira vit í kollinum en uppþorn-
aða kópsíldin í fiskbúðinni hans.
Og hann gat ekki fundið tilver-
unni neitt til gildis, nema þegar
hann skrapp í krána hinum meg-
in við götuna og fékk sér viskýtár.
En ef til vill hefir skortur á sam-
lyndi á heimilinu fjölgað ferðum
hans yfir götuna, með þeim af-