Dvöl - 01.01.1943, Side 29

Dvöl - 01.01.1943, Side 29
D VÖL 27 leiðingum, að úr fiskbúðinni, sem aldrei hafði verið rekin með kost- gæfni, fór að berast þefur af vöru- birgðum, sem ekki höfðu selzt. Uppi á lofti reyndi Cattí að gleyma raunum sínum með því að sauma sér falleg föt, en þau hafði hún ávallt girnzt. En nú var hún skinhoruð og tók að líkjast fugla- hræðu. Öll hin frjálslega fegurð fyrri daga var horfin. Stundum grét hún, en oftar réðst hún á Selwyn eins og skriða og hellti yfir hann brigzlyrðum. Á meðan þessu fór fram, tók Dan stakkaskiptum í öfuga átt; hann naut lífsins. Hann keypti sér vöru- bíl með afborgunarskilmálum, en flutti þó ekki úr dimma, gamla kotbænum, þar sem hann mallaði sjálfur ofan í sig eins og áður. Hann var ásýndum eins og reykt svínslæri og kónganefið tignarlegt, en svipur hans gerðist harður og ofsalegur. Nú sneiddi hann hjá veitingastofunni, og notaði allar frístundir sínar til þess að telgja dýralíkön úr viöarbútum. Hann keypti sér olíulampa, hnífapör, arinklukku og þar á ofan gull- hring til þess að skarta með. Aldrei skyldi hann líta við ann- arri konu. í vörubílnum sínum gat hann nú þeyst fram og aftur um sex sveitir á einum og sama degi og tekiö á móti og afhent alifugla, egg og garðávexti. Þegar hann tók að færast í aukana, fýsti nokkra ógifta kvenmenn, sem ekki settu fyrir sig ferlegt útlit hans, að ger- ast staðgenglar Cattí. En fram- koma hans við þær var jafn kulda- leg og áður. Eitt sinn, er hann átti leið fram- hjá fiskbúðinni í græna vörubíln- um sínum, stóð Cattí í dyrunum. Þá hallaði hann sér í áttina til hennar og æpti hárbeittri hæðnis- röddu: „Hvað kostar úldni makríllinn í dag, frú Fisksen?" Hún starði stórum augum á eft- ir brunandi bílnum. Á hvössu nóvemberkvöldi, ná- lega fjórum árum eftir brúðkaup hennar, leit hann með hægð upp frá tréskurði sínum og sá starandi ásjónu hennar á glúgganum. Það lék glott um varir hans, og arnar- nefið gein yfir refnum, sem hann var að skera út. Hún drap laust á rúðuna og kallaði gegnum rokið: „Hleyptu mér inn, Dan, og lof- aðu mér að verma mig við arin- inn þinn.“ „Farðu burt “ æpti hann. Dyrn- ar voru ólæstar, en hún vildi ekki fara inn óboðin. „Stormurinn er svo napur, Dan, og ég hefi ekkert borðað.“ Hann leit aftur upp og sá grátna kinn hennar og nakta, holdlausa hökuna og svaraði: „Reyndu að koma þér burt. — Til eiginmannsins þíns. Vertu ekki að hanga hérna! Eða á ég aö sækja lögregluna?" Hún sló hnefanum í eina rúð- una og mölvaði hana. Höndin á henni varð alblóðug.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.