Dvöl - 01.01.1943, Blaðsíða 29
D VÖL
27
leiðingum, að úr fiskbúðinni, sem
aldrei hafði verið rekin með kost-
gæfni, fór að berast þefur af vöru-
birgðum, sem ekki höfðu selzt.
Uppi á lofti reyndi Cattí að
gleyma raunum sínum með því að
sauma sér falleg föt, en þau hafði
hún ávallt girnzt. En nú var hún
skinhoruð og tók að líkjast fugla-
hræðu. Öll hin frjálslega fegurð
fyrri daga var horfin. Stundum
grét hún, en oftar réðst hún á
Selwyn eins og skriða og hellti yfir
hann brigzlyrðum.
Á meðan þessu fór fram, tók Dan
stakkaskiptum í öfuga átt; hann
naut lífsins. Hann keypti sér vöru-
bíl með afborgunarskilmálum, en
flutti þó ekki úr dimma, gamla
kotbænum, þar sem hann mallaði
sjálfur ofan í sig eins og áður.
Hann var ásýndum eins og reykt
svínslæri og kónganefið tignarlegt,
en svipur hans gerðist harður og
ofsalegur. Nú sneiddi hann hjá
veitingastofunni, og notaði allar
frístundir sínar til þess að telgja
dýralíkön úr viöarbútum. Hann
keypti sér olíulampa, hnífapör,
arinklukku og þar á ofan gull-
hring til þess að skarta með.
Aldrei skyldi hann líta við ann-
arri konu. í vörubílnum sínum gat
hann nú þeyst fram og aftur um
sex sveitir á einum og sama degi
og tekiö á móti og afhent alifugla,
egg og garðávexti. Þegar hann tók
að færast í aukana, fýsti nokkra
ógifta kvenmenn, sem ekki settu
fyrir sig ferlegt útlit hans, að ger-
ast staðgenglar Cattí. En fram-
koma hans við þær var jafn kulda-
leg og áður.
Eitt sinn, er hann átti leið fram-
hjá fiskbúðinni í græna vörubíln-
um sínum, stóð Cattí í dyrunum.
Þá hallaði hann sér í áttina til
hennar og æpti hárbeittri hæðnis-
röddu:
„Hvað kostar úldni makríllinn í
dag, frú Fisksen?"
Hún starði stórum augum á eft-
ir brunandi bílnum.
Á hvössu nóvemberkvöldi, ná-
lega fjórum árum eftir brúðkaup
hennar, leit hann með hægð upp
frá tréskurði sínum og sá starandi
ásjónu hennar á glúgganum. Það
lék glott um varir hans, og arnar-
nefið gein yfir refnum, sem hann
var að skera út. Hún drap laust á
rúðuna og kallaði gegnum rokið:
„Hleyptu mér inn, Dan, og lof-
aðu mér að verma mig við arin-
inn þinn.“
„Farðu burt “ æpti hann. Dyrn-
ar voru ólæstar, en hún vildi ekki
fara inn óboðin.
„Stormurinn er svo napur, Dan,
og ég hefi ekkert borðað.“
Hann leit aftur upp og sá grátna
kinn hennar og nakta, holdlausa
hökuna og svaraði:
„Reyndu að koma þér burt. —
Til eiginmannsins þíns. Vertu ekki
að hanga hérna! Eða á ég aö sækja
lögregluna?"
Hún sló hnefanum í eina rúð-
una og mölvaði hana. Höndin á
henni varð alblóðug.