Dvöl - 01.01.1943, Page 30
28
„Kvöldstormurinn er svo bitur.“
kveinaði hún. „Aktu mér til baka
í bílnum þínum, Dan!“
Hann slökkti á lampanum og
læsti dyrunum. Hún heyrði fóta-
tak hans, er hann gekk upp stig-
ann til svefnherbergis síns. Hún
sneri til baka og gekk sex mílna
leið til bæjarins eftir hlykkjóttum
veginum, sem lá gegnum lauffall-
inn skóginn. Hún hafði lagt kjökr-
andi af stað til æskustöðva sinna
eftir meiri háttar missætti við
Selwyn, sem búinn var að drekka
upp hvern einasta eyri af dag-
tekjum sínum.
Hér um bil mánuði síðar birtist
hún aftur, illa til reika og skjálf-
andi. Hann glotti, þegar hún æpti
tíðindin gegnum gluggann, því aö
hann vissi þegar, hvað skeð hafði.
„Selwyn er gjaldþrota; búðirmi
var lokað í dag. Ég á ekkert heim-
ili, aðeins hálmdýnu á gólfinu.
Hleyptu mér inn, Dan.“
Hann öskraði til baka:
„Mig gildir einu, hvort þú sekkur
þér í dýpsta haf eða hreykir þér
á hæsta tind.“
Hann þorði ekki að draga
gluggatjöldin fyrir af ótta við, að
hún mölvaði aftur rúðu. Hann
hafði þurft að borga hátt á aðra
krónu fyrir rúðuna.
Þó að grobbið væri horfið úr
köllum hennar, hrópaði hún skip-
andi röddu:
„Láttu mig fá ísaumuðu ábreið-
una mína. Ég get fengið peninga
fyrir hana“.
D VÖL
„Hún hlýjar nú mér á nótt-
unni“, sagði hann glottandi.
„Ég skal sjóða, sauma, ræsta og
þvo fyrir þig“, sagði hún biðjandi.
„Kauplaust. Og ég skal hvíla í
faðmi þínum“.
„Það eru notalegir skurðir með
veginum“, mælti hann og hló
kuldalega. í annað sinn lokaði
hann hana úti, slökkti á lampan-
um og þrammaði harkalega upp
stigann.
Hún þrýsti hökunni upp að
bæjarveggnum, eins og hún vildi
sækja þangað hlýju. Svo staulað-
ist hún af stað eftir dimmum
veginum.
Að viku liðinni birtist maður
hennar aftur, og bæjarstjórnin sá
henni fyrir fæði og húsnæði,
þangað til hún fékk auvirðilegt
starf í eldhúsi gistihússins í bæn-
um. Hana sveið undan þessari
lægingu, því að henni var enn í
minni, hve hreykin hún var af
fögrum vexti sínum og gulu hár-
inu, silkinu sínu mjúka, hvelfda
barminum. Og eina napra janú-
arnótt stefndi hún aftur á æsku-
stöðvarnar og laumaðist áfram
eins og flækingshundur, á valdi
þeirrar neyðar, sem henni var ekki
auöið að bæta úr. Vegurinn var
gaddfreðinn, og það brast og
hvein í trjánum af frostinu.
Dan var að telja mánaðártekj-
urnar; hann ætlaði að leggja þær
inn í bankann daginn eftir. Það
skrjáfaði í seðlunum, silfrið
hljómaði og koparinn klingdi.