Dvöl - 01.01.1943, Side 31

Dvöl - 01.01.1943, Side 31
ÐVÖL 29 Hann greip peningana með brún- um höndunum, og arnarnefið á honum teygaði lyktina úr kistlin- um með meiri unaðarkennd en ilminn af líkama hennar áður fyrr. Hann lét ekkert á sér bæra, þegar hann heyrði draugaleg högg hennar á gluggann, en tók hand- fylli sína af peningum og lét þá drjúpa á milli fingra sér í lampa- ljósinu. Hann glotti. „Dan“, kallaði hún auðmjúk- lega, „Cattí langar að koma inn. Hún er þrjátíu og tveggja, og þú á þrítugasta og sjötta. Við skulum ekki sólunda fleiri árum, Dan, og gera allt gott á ný. Gefðu mér að borða og hlýjaðu mér um brjóstið." Hún drap létt högg á gluggann; hann leit ekki við. En hann hvein: „Farðu og leitaðu í söltum sjón- um að þorskinum, sem þú ert gift“. Hún kallaði: „Ég skal fegra og prýða heimilið þitt og elda fyrir þig matinn á hverjum degi. Gaml- ar væringar eru úr sögunni og vonda skapið frá fyrri dögum. Þú varst minn, og ég var þín, Dan — berðu nú ekki á móti því“. Hann setti peningana í skjóð- una, og án þess að líta við henni, öskraði hann: „Burt með þig. Ég kæri mig koll- óttan um allar flyðrur“. „Opnaðu fyrir mér“, kveinaði hún. Hann slökkti ljósið, læsti dyr- unum og þrammaði upp á loft. Hann faldi peningaskjóðuna und- ir rúmdýnunni og breiddi flónels- voð yfir. Innan stundar var hann í fasta svefni á milli hlýrra sæng- anna. Og ofan á sænginni var ábreiðan hennar, með útflúrsbekk, rauðum liljum og fljúgandi svön- um. Undir henni svaf hann hverja nótt eins og alisvín. Þegar hann opnaði útidyrnar um morguninn, féll lík hennar að fótum hans. Blátt andlitið blikaði af frostinu, og það skrjáfaði í gulu hárinu. Hann skorðaði hana upp við frosna vatnstunnu, læsti dyrunum og fór í flutningabílnum sínum heim til lögregluþjóns sveitarinnar. „Hvað heldurðu, að hún Cattí hafi gert, Emrys?“ sagði hann í kvörtunartón. „Dó á þröskuldin- um hjá mér! Það er bezt fyrir þig að síma til bæjarvaldanna og segja þeim að sækja hana í sjúkra- bílnum sínum, því að ég er önn- um kafinn; þarf að sækja eggja- körfur og tylft af öndum til Po- wells bónda“. Á næsta markaðsdegi seldi hann ábreiðuna fyrir aðeins tíu krón- ur og þurrkaði þar með út end- urminninguna um hana. Cattí var grafin á kostnað bæjarins. Og þó að enn væri naumast farið að vora, málaði Dan bæinn sinu Ijósgrænan að utan, drakk geha- mjólk á hverjum degi, keypti sér svört föt og annað úr; tók sein sagt illkynjaða eyðslusýki. Glamp- inn hvarf úr augum hans og bit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.