Dvöl - 01.01.1943, Page 31
ÐVÖL
29
Hann greip peningana með brún-
um höndunum, og arnarnefið á
honum teygaði lyktina úr kistlin-
um með meiri unaðarkennd en
ilminn af líkama hennar áður
fyrr. Hann lét ekkert á sér bæra,
þegar hann heyrði draugaleg högg
hennar á gluggann, en tók hand-
fylli sína af peningum og lét þá
drjúpa á milli fingra sér í lampa-
ljósinu. Hann glotti.
„Dan“, kallaði hún auðmjúk-
lega, „Cattí langar að koma inn.
Hún er þrjátíu og tveggja, og þú
á þrítugasta og sjötta. Við skulum
ekki sólunda fleiri árum, Dan, og
gera allt gott á ný. Gefðu mér að
borða og hlýjaðu mér um brjóstið."
Hún drap létt högg á gluggann;
hann leit ekki við. En hann
hvein:
„Farðu og leitaðu í söltum sjón-
um að þorskinum, sem þú ert
gift“.
Hún kallaði: „Ég skal fegra og
prýða heimilið þitt og elda fyrir
þig matinn á hverjum degi. Gaml-
ar væringar eru úr sögunni og
vonda skapið frá fyrri dögum. Þú
varst minn, og ég var þín, Dan —
berðu nú ekki á móti því“.
Hann setti peningana í skjóð-
una, og án þess að líta við henni,
öskraði hann:
„Burt með þig. Ég kæri mig koll-
óttan um allar flyðrur“.
„Opnaðu fyrir mér“, kveinaði
hún.
Hann slökkti ljósið, læsti dyr-
unum og þrammaði upp á loft.
Hann faldi peningaskjóðuna und-
ir rúmdýnunni og breiddi flónels-
voð yfir. Innan stundar var hann
í fasta svefni á milli hlýrra sæng-
anna. Og ofan á sænginni var
ábreiðan hennar, með útflúrsbekk,
rauðum liljum og fljúgandi svön-
um. Undir henni svaf hann hverja
nótt eins og alisvín.
Þegar hann opnaði útidyrnar
um morguninn, féll lík hennar að
fótum hans. Blátt andlitið blikaði
af frostinu, og það skrjáfaði í
gulu hárinu. Hann skorðaði hana
upp við frosna vatnstunnu, læsti
dyrunum og fór í flutningabílnum
sínum heim til lögregluþjóns
sveitarinnar.
„Hvað heldurðu, að hún Cattí
hafi gert, Emrys?“ sagði hann í
kvörtunartón. „Dó á þröskuldin-
um hjá mér! Það er bezt fyrir þig
að síma til bæjarvaldanna og
segja þeim að sækja hana í sjúkra-
bílnum sínum, því að ég er önn-
um kafinn; þarf að sækja eggja-
körfur og tylft af öndum til Po-
wells bónda“.
Á næsta markaðsdegi seldi hann
ábreiðuna fyrir aðeins tíu krón-
ur og þurrkaði þar með út end-
urminninguna um hana. Cattí
var grafin á kostnað bæjarins.
Og þó að enn væri naumast farið
að vora, málaði Dan bæinn sinu
Ijósgrænan að utan, drakk geha-
mjólk á hverjum degi, keypti sér
svört föt og annað úr; tók sein
sagt illkynjaða eyðslusýki. Glamp-
inn hvarf úr augum hans og bit-