Dvöl - 01.01.1943, Side 41

Dvöl - 01.01.1943, Side 41
dvöl 39 Hælið var traust múrsteinsbygg- ing, áþekkust gömlu hermanna- skálunum. Tveir stórir salir voru í húsinu, og var annar matsalur en hinn til dagdvalar handa hin- um geðbiluöu sjúklingum. Eftir niiðju húsinu var breiður gangur og eftir honum var farið út í garð, sem var um húsið, og var rúða í útidyrahurðinni. Auk þess voru á neðri hæðinni fjörutíu lítil her- bergi, sem sjúklingar bjuggu í, heljarstór, draugaleg hvelfing, er notuð var sem baðsalur, og tvær myrkvastofur, önnur tjölduð stönguðum dýnum en hin með viðarþiljum. Þar voru æðisgengnir menn lokaðir inni. Á efri hæð hafðist kvenfólk við. Þaðan barst háreysti mikil og óp og kvein- stafir annaö veifið. Hælið var ætl- að áttatíu sjúklingum, en þar eð mörg fylki urðu að láta sér nægja þetta eina örvitahæli, voru þar nú eigi færri en þrjú hundruð manns. I hverri smákytru voru fjögur og fimm rúm. Á vetrum fengu sjúkl- ingarnir aldrei leyfi til þess að fara út i garðinn. En þá vildi and- rúmsloftið verða miður gott, því að gluggunum bak við járnrimlana var vandlega lokað. Fyrst var farið með komumann í baðsalinn. Jafnvel fullhraustum manni hlaut að hrjósa hugur við þessari skuggalegu hvelfingu, og miklu meir hlaut hún þó að verka á æst og órótt skap geðsjúkra manna. Ljósglætu lagði inn um glugga á öðrum enda hvelfingar- innar. Steingólfið var óhreint og hvelfingin og veggirnir málaðir dumbrauðir. Tvö ílöng baðker úr steini voru múruð í gólfið. Skammt frá þeim var gríðarstór koparofn, sem notaður var til að hita baðvatnið, og fyrir neðan gluggakrílið var víravirki af lát- únspípum með fjöldamörgum krönum. Allt var dökkt og drunga- legt. Holdugur, óhreinn baðkarl- inn var furðulega samstæður þessum óhugnanlega stað. Inn í þessa hvelfingu var farið með vitfirringinn. Þar átti að baða hann að boði yfirlæknisins og festa stóran plástur á hnakkann á honum. En þegar inn kom, trylltist hann af ótta. Hræðilegum óráðshugsunum skaut upp í sjúk- um heila hans. Hvert var verið að leiða hann? Á kvalabekk? Eða átti að myrða hann hér á laun? Var þetta ef til vill fordyri sjálfs hel- vítis? Loks komst hann að þeirri niðurstöðu, að hér ætti hann að inna af höndum einhverja ægilega þrekraun. Þrátt fyrir harðvítuga mótspyrnu var hann sviptur klæðum. En með ofsa brjálaðs manns tókst honum þó loks að slíta sig lausan, og harður eltinga- leikur hófst. Fjórir menn réðust að honum í einu, og eftir mikil hlaup tókst þeim að fanga hann og keyra hann niður í heitt vatnið í baðkerinu. Honum fannst vatnið vera sjóðheitt, og að honum flaug brjálæðisgrunur um kvaladauða í sjóðandi vatni eða undir glóandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.