Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 42
40
járnum. Hann barðist um og
beitti jafnt höndum og fótum,
hversu fast sem reynt var að
halda honum, froðufelldi og öskr-
aði og kveinaði. Það voru ýmist
bænarorð eða formælingar. Hann
æpti allt hvað af tók, þar til mátt-
ur hans þvarr. og seinast kjökraði
hann eins og barn í höndum bað-
karlanna og ti 'draði orð og orð á
stangli:
„Heilagur Gewrgíu? píslarvottur.
.... Faðir, í þínar hendur fel ég
líkama minn, en ekki, ekki anda
.... ó, ó .... nei, nei“.
Baðkarlarnir linuðu ekki tökin,
þótt hann kyrrðist. En heitt bað-
vatnið og ísdúkur, sem vafinn var
að höfði hans, höfðu lamað hann.
Hann var í hálfgerðu dái, þegar
þeir drógu hann upp úr baðkerinu
og lögðu hann á bekk. En þegar
þeir ætluðu að láta plásturinn á
hnakka hans, magnaðist hann að
nýju og beitti nú síðustu kröftum
sínum til viðnáms, knúinn hryll-
ingi villtra hugsana.
„Hvers vegna er mér mis-
þyrmt?“ öskraði hann. „Ég hefi
engum gert mein. Hvers vegna
ætlið þið að drepa mig? .... Guð
minn almáttugur! Hvers vegna er
ég kvalinn svona? .... Frelsið
mig! Ég grátbið ykkur að vægja
mér“.
Þegar heitur plásturinn nam við
hnakka hans, nötraði hann svo
heiftarlega, að baðkörlunúm mis-
tókst að festa hann rétt á hann.
„Ég verð víst að rífa hann upp
DVÖI
aftur“, sagði sá, er látið hafði
plásturinn á hann.
Vitfirringurinn engdist allur,
þegar hann heyrði þessi orð.
„Hvað á að rífa upp? Hvern?
Mig?“ hugsaði hann og lokaði
augunum.
Baðkarlinn tók handklæði og
studdi því þétt á límborinn plást-
urinn og svipti honum síðan brott.
Hárið fylgdi með, og glær vessi
vætlaði úr breiðu rauðu sári á
hnakka vitfirringsins. Jafnvel
fullhraustur maður myndi hafa
þolað illa þvílíka meðferð. Hinn
geðsjúki maður hélt, að þetta væri
hinzta stund sín. í örvæntingu
sinni sleit hann sig úr höndum
baðkarlanna og hraut nakinn út
á steingólfið. Hann þóttist helzt
skynja, að höfuðið hefði verið
höggvið af sér. Hann leitaðist við
að æpa, en gat engu hljóði komið
upp. Baðkarlarnir báru hann
brott í öngviti og lögðu hann í
rúm sitt. Þar svaf hann vært og
lengi og vissi hvorki í þenna
heim né annan.
II.
Hann vaknaði síðla nætur. Allt
var hljótt umhverfis hann. And-
ardráttur sofandi sjúklinga var
eina hljóðið, sem eyrað nam. Eftir
nokkra stund tók kona að syngja
hásri röddu uppi í kvennadeild-
inni, og vitfirringur, sem settur
hafði verið í myrkrastofu, rausaði
eitthvað annarlegum og hljómvana
rómi. Hann lagði við hlustirnar,